Þitt net, þinn vafri

Þú notar netið til hins ýtrasta. Þú átt skilið vafra sem fellur að þínum þörfum, hefur gagnlega eiginleika og mikinn sveigjanleika. Þess vegna smíðuðum við Vivaldi sérstaklega fyrir þig. Njóttu!

Prófa núna
Vivaldi

Öflug, litrík saga

Fáðu ítarlegt yfirlit yfir nethegðun þína, stutt tölfræðilegum upplýsingum og myndrænum gögnum. Með söguyfirlitinu getur þú á einfaldan hátt séð heimasíður sem þú hefur heimsótt eða fundið gamla hlekki.

Skoðaðu þína eigin sögu
Vivaldi History

Skrifaðu minnispunkta

Fannstu tilvitnun sem smellpassar í ritgerðina þína? Búðu til nýtt minnisblað og geymdu hana þar með hlekk á síðuna þar sem þú fannst hana. Taktu líka skjáskot og geymdu með ef síðan skildi breytast.

Byrjaðu að skrifa minnispunkta
Vivaldi Notes

Ótal leiðir til þess að sérsníða vafrann

Við erum öll einstök og höfum ólíkar þarfir. Vivaldi vafrinn gerir þér kleift að gera hlutina á þinn hátt, hann aðlagar sig að þínum þörfum en ekki öfugt. Viltu frekar hafa vafraflipana neðst eða til hliðar? - Viltu heldur færa veffangastikuna eitthvert annað? Prófaðu að velja stillingar sem henta þér s.s. lyklaborðsflýtileiðir, músabendingar (e. mouse gestures), útlit og svo framvegis.

Byrjaðu að sérsníða
Vivaldi

Flipabunkar og fliparöðun

Vinnur þú með marga flipa í einu? Flokkaðu flipana þína í bunka. Það gerir þér kleift að setja marga flipa undir einn. Dragðu einn flipa yfir annan og slepptu. Svo einfalt er það. Notaðu svo flipana í bunkanum til að flísaleggja skjáinn. Þannig getur þú skoðað allar síður flipabunkans á sama tíma. Svo, þegar þú átt nokkra flísalagða bunka getur þú skipt milli mismunandi skjáborða með einum smelli. Aukin afköst, minni tímasóun!

Prófaðu Vivaldi
Vivaldi Tab Stacks Tiled

Veldu þinn stíl með þemum

Þegar þú kaupir nýjan bíl, geturðu valið um liti og skilgreinda eiginleika. Þegar þú notar Vivaldi ertu hins vegar ekki háð/ur því að nota okkar stíl. Búðu til þinn eigin stíl með innbyggðum þemum, eða búðu til þinn eigin!

Flýtiskipanir

F2

Finnst þér best að nota lyklaborðið í allt? Þá er Vivaldi fyrir þig. Flýtilyklar (e. Quick Commands) gera þér kleift að leita í opnum flipum, bókamerkjum, sögu, stillingum og fleiru með einni lyklaborðsflýtileið. Flýtilyklavalmyndina er hægt að aðlaga að þínum þörfum, þú getur búið til þína eigin lykla.

Quick Commands

Eitt af því sem gerir Vivaldi einstakan er að hann er byggður á nútíma veftækni. Við notum JavaScript og React til að smíða notendaviðmótið með hjálp Node.js og löngum lista af NPM einingum. Vivaldi er vefurinn smíðaður með vefnum.

Sérsniðið viðmót

Vivaldi breytir litum meðan þú vafrar um vefinn. Líkt og kamelljón aðlagar hann sig að umhverfinu. Stílhreint og nútímalegt útlit er góð viðbót við efnið. Facebook gerir Vivaldi bláan, The Verge gerir hann appelsínugulan - ef þú vilt.

Vafrað á þinn hátt

Flest í Vivaldi er aðgengilegt með flýtilyklum og bendingum. Bættu þínum eigin bendingum og þínum eigin flýtilyklum í safnið. Þá mun Vivaldi passa þér enn betur. Kveiktu á eins-lykils flýtilyklum og þá verða hlutirnir enn aðgengilegri.

Öflug bókamerki

Hversu mörg bókamerki ertu með í vafranum þínum? 56, 225 eða 1056? Ef að þú notar bókamerki mikið, þá ert þú á réttum stað! Með bókamerkja stýriborði Vivaldi getur þú skipulagt og komist í bókamerkin auðveldlega. Þú getur sett þín eigin efnisorð og gælunöfn til þess að hafa hraðan aðgang að bókamerkjum.

Vefspjöld

Búðu til vefspjöld fyrir uppáhalds síðurnar þínar. Þá verða þær mun aðgengilegri. Þessi eiginleiki hentar einkar vel fyrir orðabækur, fréttaveitur og þess háttar. Ekki hika við að fikta og prófa!

Það sem fjölmiðlar segja:

Margir sniðugir eiginlegar eru nú þegar innbyggðir, þ. á m. flipasýnishorn og möguleikinn á að færa flipastiku í hvaða horn sem er í vafraglugganum.

Frederic Lardinois

Vivaldi vafrinn er gerður fyrir kröfuharða notendur og gæti því einmitt verið vafrinn sem þú ert að leita að.

Owen Williams

Ég er orðinn háður Vivaldi – Vafrinn hefur ljómandi góða flipastýringareiginleika, m.a. leitarstiku sem gerir þér kleift að finna opinn flipa með því að slá inn leitarorð og hægt er að raða flipum í reiti til þess að sjá marga flipa opna hlið við hlið.

Clive Thompson

Hlaða niður Vivaldi 1.15 fyrir Windows