Hot on the wheels of Mercedes CLE Coupé, Vivaldi is now in Renault’s new Rafale and Scenic E-Tech.

Fyrsti vafrinn fyrir Android Atomotive OS

Vivaldi fyrir Android Automotive er fullhlaðinn vafri með sérsniðna flipastjórnun, möguleika á streymi og fullkomnar ögyggisvarnir.

Sjáðu hvort þú finnir Vivaldi ekki í þesum bílum

Veldu uppáhalds bílategundirnar þínar hér fyrri neðan og þjóttu af stað.

Extraordinarily interactive, the new Mercedes CLE Coupé launches with the Vivaldi browser

Við ferðumst vítt og breitt með Mercedes. Nú erum við í nýja CLE Coupé sem að auki er hlaðinn margvíslegum stafrænum nýjungum frá nýja E-Class.

Lesa meira

Vivaldi vafrinn er væntanlegur í bílum frá Volkswagen samstæðunni

Á Mobile World Congress 2023, opnaði CARIAD app verslun fyrir Volkswagen samstæðuna og Vivaldi vafrinn - fyrsti fullhlaðni vafrinn fyrir bíla - er þar á meðal.

Lesa meira

Vivaldi skín á nýja súperskjánum í Mercdes

Mercedes býður þér að vafra með Vivaldi vafranum í nýjustu bílunum. Tatsuki Tomita, rekstrarstjóri Vivaldi deilir með þér upplifun sinni á nýjasta Mercedes E-Class.

Lesa meira

Polestar 3 er mættur til leiks og Vivaldi fylgir að sjálfsögðu með.

Vivaldi varð fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS í Polestar 2. Nú er fullhlaðinn Vivaldi vafri fyrir bíla í boði fyrir eigendur hins nýja Polestar 3.

Lesa meira

Vivaldi og Renault teymið sameinast um að skapa bestu upplifun á vegum úti

Vivaldi, fyrsti vafrinn fyrir Android Automotive OS er kominn í næstu kynslóð Renault bíla - Megane E-Tech Electric, hinum glænýja Austral og í öllum bílum framtíðarinnar sem eru með OpenR Link kerfið.

Lesa meira


Við erum stolt af samvinnunni við CARIAD og tökum þátt í að veita ökumönnum bestu hugsanlegu internetupplifun í bílnum. Vivaldi býður upp á óteljandi eiginleika og viðmótið gerir þér kleift að gera meira af því sem þú elskar - hraðar á öruggari og einfaldari hátt.

Jon von Tetzchner, Meðstofnandi og forstjóri Vivaldi

Öflugur, persónulegur og prívat

Vivaldi sýnir svart á hvítu hvernig vafrar eiga að virka í bíl. Þú ræður hvernig hann lítur út og hvernig hann virkar.

Vertu tengd/ur

Breyttu bílnum þínum í vinnuvænt rými með aðstoð Vivaldi vafrans.

Tengdu við lyklaborð, taktu næsta fjarfund úr bílstjórasætinu um leið og þú hlustar á uppáhalds tónlistina þína. Hafðu öppin sem þú notar oftast, innan handar þegar þú ert á ferðinni.

Streymdu uppáhalds efninu þínu

Vivaldi fyrir Android Automotive auðveldar þér að streyma uppáhalds tónlistinni þinni og hlaðvörpum beint úr stjórnborðinu.

Hvað stendur upp úr? Þú færð aðgang að uppáhalds streymisveitunum þínum, án þess að nota öpp frá þriðja aðila.

Til þess að tryggja öryggi ökumanns og farþega, getur þú bara vafrað þegar bíllinn er kyrrstæður. Þegar þú ekur af stað, heldur streymið einungis áfram með hljóði.

Hraðvirkur & hlaðinn eiginleikum

Notaðu innbyggð tól sem gera þér kleift að hafa stjórn á þínum eigin gögnum, án þess að fórna afkastagetu eða notagildi. Þú færð innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn, persónuvarið þýðingartól, leslista, minnismiða og dulkóðaða samstillingu.

Vivaldi er vafri fyrir þig.

Friðhelgi í fyrirrúmi

Við erum með allt uppi á borðum þegar kemur að meðhöndlun gagna. Einkavafur er ekki vistað í bílnum. Þegar þú skráir þig inn á Vivaldi reikninginn þinn, er hægt að deila vafragögnum yfir á önnur tæki sem eru skráð á sama reikning, með dulkóðaðri samstillingu. Bílaframleiðandinn hefur ekki aðgang að þessum gögnum.

Svona setur þú upp Vivaldi á Android Automotive

Skref 1
- Opnaðu Google Play appið og leitaðu að "Vivaldi Browser"

Skref 2
- Opnaðu Vivaldi app-síðuna og smelltu á "Setja upp" hnappinn

Skref 3
- Keyrðu Vivaldi appið frá skjánum þínum og upplifðu ævintýri!

Ertu í vandræðum?
Fáðu aðstoð á Vivaldi spjallinu eða hafðu samand á [email protected].