Vivaldi vafrinn á borðtölvu
Vivaldi stendur alltaf vörð um friðhelgi þína og öryggi gagna. Njóttu þess að sérsníða notendavæna eiginleika og nýta þér rekjara- og auglýsingavörn.
Hlaða niður Vivaldi

Vafri fullur af hestöflum
Vivaldi er hlaðinn eiginleikum nútíma vafra, en er líka með mikið af innbyggðum tólum sem gerir það að verkum að vafur verður einfaldara, hraðvirkara og skemmtilegra.

Alvöru friðhelgi
Við höfum nákvæmlega engan áhuga á njósna um þig eða selja gögni þín. Við rekjum ekki ferðir þínar á netinu, fylgjumst ekki með því hvaða síður þú heimsækir, hvað þú slærð inn í vafrann eða hvað þú sækir. Við höfum engan aðgang að gögnunum þínum. Við geymum þau ekki einu sinn á netþjónunum okkar. Annað hvort eru gögnin bara á tölvunni þinni eða eru dulkóðuð.
Auk þess gerum við okkar besta til þess að koma í veg fyrir aðrir geri það heldur, með innbyggðum rekjaravörnum.

Allt sem þú óskar þér - er innbyggt
Vivaldi hefur alla þá eiginleika sem vænta má af nútíma vafra og meira til. Settu upp lyklaborðsflýtilykla fyrir hvað sem er. Búðu til skipanakeðjur til að framkvæma flóknar aðgerðir með einum smelli. Þýddu útdrátt úr texta á augabragði. Notaðu tólið fyrir skjáskot til þess að taka myndir af hluta af síðum eða heilum síðum. Komdu skipulagi á óteljandi flipa með flipastöflum. Þitt er valið!

Þessi vafri tilheyrir þér
Skemmtu þér með sveigjanlegu notendaviðmóti, tólastikum sem hægt er að breyta, flýtileiðum, margvíslegum aðferðum við flipastjórnun o. fl. Möguleikarnir eru óteljandi. Þú getur einfaldlega gert vafrann að þínum.
Skoða eiginleikana í Vivaldi
Ofur-app fyrir skilvirkni
Vivaldi keyrir á skilvirkni! Fjögur af vinsælustu tólum fyrir skilvirkni eru innbyggð: alvöru póstforrit, þitt prívat dagatal, straumalesari án algríms, og órekjanlegt þýðingartól.

Enn betri stýring á flipum
Við bjóðum upp á hugvitsamlegar leiðir til þess að skipuleggja öpp og fara hratt á milli þeirra.
Flísalögn með flipum býður upp á að skoða tvær eða fleiri síður samtímis, hlið við hlið eða í reitum. Með flipabunkum getur þú flokkað saman flipa; samanþjappaða, tveggja hæða, eða með harmóníkusniði.
Hér er ekki boðið upp á "sömu stærð fyrir alla". Kynntu þér hvað er í boði og findu réttu lausnina fyrir þig!

Skiptu yfir í Vivaldi á fimm mínútum
Það er auðvelt að skipta yfir í Vivaldi. Byrjaðu strax. Ævintýrin gerast um leið og þú uppgötvar alla möguleikana til þess að búa til bestu vafraupplifun sem þú getur fengið.
Uppgötvaðu af hverju Vivaldi skarar fram úr
Berðu Vivaldi saman við aðra vinsæla vafra og sjáðu muninn sjálf/ur.
Vivaldi samfélag
Vivaldi byrjaði sem umræðuvettvangur og þúsundir manns tilheyra nú samfélagi Vivaldi. Þar tjillar fólk, skiptist á hugmyndum og hjálpar til við þróun vafrans.
Það sem fólk segir um Vivaldi
Deildu hugmyndum þínum um #vivaldibrowser
Líklega besti eiginileiki póstkerfis Vivaldis er að þú getur sameinað allan póstinn þinn í eitt viðmót, hvort sem það er Gmail, Outlook eða Yahoo póstur.
![]()
Monica J. White
Digital Trends
Ég er mikill aðdáandi Vivaldi vafrans. Möguleikar til þess að sérsníða hann eru miklu meiri en hjá flestum öðrum vinsælum vöfrum og þar sem að ég nota vafra mikið þá er það eitthvað sem ég er mjög þakklátur fyrir.
![]()
Adam Z Lein
PocketNow