Vivaldi vafrinn

Hlaða niður Vivaldi

Hvað viltu umfangsmikinn vafra?

Allt frá hreinum minimalisma til fullkominnar óreiðu. Finndu vafrann sem hentar þér hér fyrir neðan.

"Of margir flipar? Nýi flipabunkaeiginleikinn í Vivaldi veldur straumhvörfum"

— Jared Newman, Fast Company

Veldu dökkt eða ljóst og allt þar á milli

Veldu eða búðu til þitt eigið þema

Lærðu meira

Hvernig er Vivaldi öðruvísi?

Fleiri eiginleikar, ekki færri

Þú eyðir löngum stundum í vafranum þínum. Hann ætti að uppfylla allar þarfir þínar. Vivaldi er einmitt með innbyggða eiginleika eins og Minnismiða, Skjáskot, Myndvinnslu og ýmislegt fleira.

Allt er stillanlegt

Við viljum að Vivaldi uppfylli væntingar allra, þess vegna bjóðum við upp á óendanlega marga valmöguleika. Þú velur hvernig Vivaldi virkar, hvaða eiginleika þú notar og hvernig þeir líta út. Þegar allt kemur til alls þá er þetta þinn vafri.

Það eru engar reglur

Þú velur hvernig vafrinn þinn virkar. Það eru óteljandi leiðir til þess að nálgast og stjórna flestu í Vivaldi. Prófaðu þig áfram og finndu út hvað hentar þér best.

Málið er að nördast áfram

Það að fínstilla hugbúnað svo hann þjóni þörfum hvers og eins, er vanmetin aðgerð. Vivaldi er hannaður til þess að leita nýrra leiða, fínstilla og uppgötva hvað vafri getur boðið uppá.

Líklega mest upplýsandi saga sem þú hefur séð

Við gerðum söguna í Vivaldi notadrýgri með því að bæta við nýjum aðferðum til þess að kanna vaframynstur og finna nýlega heimsóttar síður.

Fylgstu með frá fyrstu hendi…

og fáðu fréttir og góð ráð beint í innhólfið.

Sjaldséðar spurningar

 • Hvað er eiginlega vafri?

  Þú ert að nota vafra núna til þess að vafra á þessari síðu. Vafri hjálpar þér að fara á vefsíður, horfa á myndbönd og spila á netinu. Skilurðu?

 • Afhverju þarf ég annan vafra þegar ég er nú þegar með einn?

  Góð spurning, en veltu þessu fyrir þér: Rannsóknirsýna að fólk sem notar fleiri en einn vafra, afkastar meiru og eru ólíklegra til þess að vera frá vinnu.

 • Hvar er tónlistin? Ég hélt að Vivaldi væri tónskáld.

  Það er rétt, Antonio Vivaldi var tónskáld. Við erum nokkuð sannfærð um að ef hann væri á lífi myndi hann nota Vivaldi sem sjálfgefinn vafra á öllum sínum tækjum. Það eru miklar líkur á að hann hefði verið EDM DJ (sem er þó hrollvekjandi tilhugsun).

 • Hvað er það allra ónauðsynlegasta í Vivaldi vafranum?

  Tja... kannski hætta hnappurinn. Við skiljum ekki afhverju einhverjum ætti að detta í hug að hætta í Vivaldi.

 • Afhverju seljið þið ekki öll gögnin mín til hæstbjóðanda?

  Finnst þér í lagi að þú sért véluð/aður til þess að gera hluti sem þú hefðir ekki komið nálægt annars? Auðvitað ekki! Þetta vissum við og þessvegna tökum við ekki á þátt í slíku. Hér getur þú séð hvað við gerum í staðinn.