Vivaldi vafrinn

Hlaða niður Vivaldi

Samhæfanlegur með stýrikerfinu þínu og farsímum

Hvað að frétta?

Syncable Reading Lists, a new Translate Panel, faster tab dragging. This and more in the latest update to Vivaldi!

Borðtölva  Android

Hvað viltu umfangsmikinn vafra?

Allt frá hreinum minimalisma til fullkominnar óreiðu. Finndu vafrann sem hentar þér hér fyrir neðan.

Hvernig er Vivaldi öðruvísi?

Fleiri eiginleikar, ekki færri

Þú eyðir löngum stundum í vafranum þínum. Hann ætti að uppfylla allar þarfir þínar. Vivaldi er einmitt með innbyggða eiginleika eins og Minnismiða, Skjáskot, Myndvinnslu og ýmislegt fleira.

Allt er stillanlegt

Við viljum að Vivaldi uppfylli væntingar allra, þess vegna bjóðum við upp á óendanlega marga valmöguleika. Þú velur hvernig Vivaldi virkar, hvaða eiginleika þú notar og hvernig þeir líta út. Þegar allt kemur til alls þá er þetta þinn vafri.

Það eru engar reglur

Þú velur hvernig vafrinn þinn virkar. Það eru óteljandi leiðir til þess að nálgast og stjórna flestu í Vivaldi. Prófaðu þig áfram og finndu út hvað hentar þér best.

Þinn vafri, þitt mál

Við meinum það af öllu hjarta þegar við segjum "friðhelgi í fyrsta sæti". Við rekjum alls ekki ferðir þínar. Við stöndum við það. Það er okkar mál að búa til vafrann en okkur kemur ekki við hvernig þú notar hann.

Innbyggðir eiginleikar Vivaldi Chrome Firefox
Flipastaflar Nei
Sérsniðnar leitarvélar
Fylgist með því hvað þú gerir Nei
Sýna flipa í margskiptum skjá Nei Nei
Innbyggt póstkerfi Nei Nei
Auglýsingavörn Nei Nei
Músabendingar Nei Nei
Minnismiðastýring Nei Nei
Sérsniðnir fjölvar Nei Nei

Þetta er orðið gott, taktu bara peninginn 💸

Við fundum upp verðskrá sem okkur finnst sanngjörn. Friðhelgin þín er þrátt fyrir allt ómetanleg.

Sá stílhreini

$0 / mánuður

Grunnuppsetningin á vafranum okkar veitir engan afslátt á friðhelgiskröfum (né hraða).

 • Rekur ekki ferðir þínar
 • Lokar á síður (og auglýsingar) sem rekjar ferðir þínar
 • Innbyggt þýðingartól sem stendur vörð um friðhelgi þína
 • Langbestu flipatólin
 • Hraðara vafur. Engin rakning = meiri hraði.

Sá klassíski

$0 / mánuður

Viltu fá meira út úr vafranum þínum? Sá klassíski leggur áherslu á innbyggð tól.

 • Allt í þeim stílhreina, auk…
 • Skrifaðu minnispunkta á hliðarstikunni
 • Taktu skjáskot af heilum vefsíðum
 • Opnaðu flipa í margskiptum skjá
 • Sérsniðnir flýtilyklar fyrir hvað sem er
 • Horfðu á meðan þú vinnur með sprettiglugga myndbönd
 • Bættu við hvaða síðu sem er sem vefspjaldi á hliðarstikuna

Sá hlaðni

$0 / mánuður

Viltu losa þig úr klóm tæknirisanna? Veldu þá fullhlaðinn vafra.

 • Allt í þeim klassíksa, auk…
 • Innbyggt, öflugt póstkerfi
 • Sýslaðu með öll dagatölin þín í Vivaldi
 • Lesari fyrir strauma með YouTube stuðningi
 • Umsjón með tengiliðum á hliðarstikunni
 • Ótrúlega margvísleg þemu
 • Stuðningur við Razer Chroma
 • Sérsniðnir vafrafjölvar

Hver er okkar skoðun á rafmyntum?

Ef skyggnst er bakvið æðið sem er í gangi má sjá að rafmyntir hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fólk, samfélag, og umhverfið í heild sinni.

Við tökum ekki þátt í að klæða þessar svikamillur upp sem tækifæri.

Lesa meira

Fylgstu með frá fyrstu hendi…

og fáðu fréttir og góð ráð beint í innhólfið.

Losaðu þig úr klóm tæknirisanna

Innbyggð tól eins og póstur, dagatal, straumar, samstilling og auglýsinga- og rekjaravörn gera þér kleift að stjórna þínum eigin gögnum og vinnuflæði..

Sjaldséðar spurningar

 • Hvað er eiginlega vafri?

  Þú ert að nota vafra núna til þess að vafra á þessari síðu. Vafri hjálpar þér að fara á vefsíður, horfa á myndbönd og spila á netinu. Skilurðu?

 • Afhverju þarf ég annan vafra þegar ég er nú þegar með einn?

  Góð spurning, en veltu þessu fyrir þér: Rannsóknirsýna að fólk sem notar fleiri en einn vafra, afkastar meiru og eru ólíklegra til þess að vera frá vinnu.

 • Hvar er tónlistin? Ég hélt að Vivaldi væri tónskáld.

  Það er rétt, Antonio Vivaldi var tónskáld. Við erum nokkuð sannfærð um að ef hann væri á lífi myndi hann nota Vivaldi sem sjálfgefinn vafra á öllum sínum tækjum. Það eru miklar líkur á að hann hefði verið EDM DJ (sem er þó hrollvekjandi tilhugsun).

 • Hvað er það allra ónauðsynlegasta í Vivaldi vafranum?

  Tja... kannski hætta hnappurinn. Við skiljum ekki afhverju einhverjum ætti að detta í hug að hætta í Vivaldi.

 • Afhverju seljið þið ekki öll gögnin mín til hæstbjóðanda?

  Finnst þér í lagi að þú sért véluð/aður til þess að gera hluti sem þú hefðir ekki komið nálægt annars? Auðvitað ekki! Þetta vissum við og þessvegna tökum við ekki á þátt í slíku. Hér getur þú séð hvað við gerum í staðinn.