Vivaldi Browser

0 rakning.
Ein milljón leiða til þess að sérsníða vafrann.

Nýi Vivaldi vafrinn ver þig gegn rekjurum, lokar á óumbeðnar auglýsingar og lætur þig um að stjórna með einstökum, innbyggðum eiginleikum. Sæktu Vivaldi og vafraðu hratt.

Hlaða niður Vivaldi

Líka til fyrir Android

Vernd gegn rekjurum

Vivaldi lokar á síður sem rekja ferðir þínar um netið, svo þú getur vafrað á öruggan hátt, vegna þess að friðhelgi er jafn mikilvæg og öryggi.

Innbyggð auglýsingavörn

Vivaldi gefur þér færi á að loka á auglýsingar inn í sjálfum vafranum - viðbætur eru óþarfar. Lokaðu á allar auglýsingar eða á völdum síðum.

Örugg samstilling með dulkóðun enda á milli

Samstilltu bókamerki, lykilorð, viðbætur o.fl. á milli allra tækjanna þinna. Gögnin eru dulkóðuð á símanum þínum eða tölvunni með lykilorði sem aldrei er sent til okkar.

Flipabunkar, flísalögn með flipum og lóðréttir flipar

Láttu flipana vinna fyrir þig! Vivaldi leyfir þér að ákveða hvernig þú hópar saman, sýnir og sýslar með flipa. Veldu fullt af flipum og sendu skipanir á þá alla í einu, sýndu flipa hlið við hlið, sýndu þá lóðrétta eða staflaðu þeim í bunka.

Það sem fólk segir um Vivaldi

 • Vivaldi stendur betur vörð um persónuvernd en flestir aðrir vafrar sem ég hef prófað.

  Scott Gilbertson

  Scott GilbertsonArs Technica

 • Vivaldi is a browser for 'power users', geeks and techno-freaks, though there’s nothing to stop anybody else from using it.

  Jack Schofield

  Jack SchofieldThe Guardian

 • Ef þú ert orðinn þreytt/ur á hefðbundnum vöfrum og vantar eitthvað meira og betra, ættirðu að skoða Vivaldi.

  Catherine Ellis

  Catherine EllisTechRadar

 • I’d definitely recommend pairing this with the web version if you want the best Vivaldi experience.

  Brendan Hesse

  Brendan HesseLifehacker

 • Vivaldi er með geggjaða flipastýringu. Þessvegna er ég orðinn háður Vivaldi.

  Clive Thompson

  Clive ThompsonWired

Uppáhalds vefsíður og öpp á hliðarstikunni

Fáðu skjótan aðgang að uppáhalds spjallkerfum, samfélagsmiðlum og fréttasíðum. Bættu við eins mörgum og þú vilt á hliðarstikuna og endurraðaðu með því að draga og sleppa.

Sérsniðnir lyklaborðsflýtilyklar

Notaðu lyklaborðið til þess að vafra hraðar. Sérsníddu lyklaborðs flýtilykla. Kveiktu á eins-lykils flýtilyklum og þá verður enn auðveldara að sækja og vinna með uppáhalds efnið þitt.

Flýtiskipanir

Stjórnaðu öllu frá einum stað. Það er ótrúlega þægilegt. Notaðu leitina í Vivadli til þess að finna opna flipa, bókamerki, sögu o.fl.

Minnisblaða-ritill

Notaðu hliðarstikuna á vafranum til þess að skrifa niður hugmyndir á minnismiða. Minnismiðarnir styðja Markdown og geta sjálfkrafa bætt við skjáskotum o.fl.

Dökkt eða ljóst

Nýttu þér dökkt þema sem er í boði eða búðu til nýtt. Vivaldi vafrinn getur meira að segja notað þemað á sýrikerfinu þínu til þess að skipta sjálfvirkt á milli þema.

Sprettiglugga myndband

Láttu myndböndin fljóta um skjáinn og önnur forrit sem þú ert að vinna í. Sprettiglugga myndbönd (mynd í mynd) leyfir þér að fylgjast með um leið og þú vafrar í öðrum flipum.

Chrome-viðbætur

Jafnvel þótt það sé hægt að sérsníða Vivaldi á óteljandi vegu, þá er alltaf eitthvað smálegt sem þú gætir viljað bæta við. Það er hægt að nota Chrome viðbætur í Vivaldi vafranum!

Skjáskot af allri síðunni

Taktu skjáskot af sýnilegu svæði vefsíðu eða af síðunni í fullri lengd með því að nota innbyggt tól til skjáskota. Það hefur aldrei verið auðveldara að deila því sem er á skjánum eða vista.

Póstaðu á Instagram frá tölvunni þinni

Póstaðu á Instagram frá tölvunnu þinni án þess að breyta stillingum eða hlaða niður viðbótum.

Eiginleikarnir sem aðdáendur okkar eru hrifnastir af

Prófaðu eiginleikana sem aðdáendur okkar eru hrifnastir af:

Notaðu Vivaldi í símanum

Með innbyggðri auglýsingavörn, rekjaravörn, einstökum "borðtölvu" flipum, dulkóðaðri samstillingu og fullt af öðrum nytsamlegum, innbyggðum eiginleikum. Vivaldi á Android fyrir þig.

Vivaldi fyrir Android
Vivaldi teymið

Það sem við trúum á

Vivaldi er í eigu starfsfólks. Og þannig ætlum við að hafa það áfram.

Að hafa enga utanaðkomandi fjárfesta gefur okkur frelsi til þess að hlusta á notendur okkar og búa til vafra sem þeir eiga skilið. Við rekjum ekki ferðir þínar og við munum aldrei selja gögnin þín.

Það sem við stöndum fyrir

Vertu með í Vivaldi samfélaginu

Þúsundir manna og kvenna taka þátt í samfélaginu okkar dag hvern. Taktu þátt í þróun Vivaldi, fáðu aðstoð við að nota vafrann, deildu góðum ráðum og spjallaðu við fólk sem hugsar eins og þú.

Taktu þátt í samfélaginu okkar