Öflugur, persónulegur og prívat.

Framúrskarandi og sérsniðnir valkostir ásamt innbyggðum eiginleikum til þess að ná fram betri afköstum, framleiðni og friðhelgi.

Hlaða niður Vivaldi Skoðaðu eiginleika

Nýjustu fréttir

Vivaldi býður nú upp á minnissparnað, og að finna strauma sjálfkrafa

Lesa meira

Audi mun bæta Vivaldi vafranum í nýja bíla

Lesa meira

Öflugur

Fullhlaðinn og hraðvirkur

Hefðbundnir vafrar eru ekki hannaðir með þínar þarfir að leiðarljósi. Þeir eru gerðir fyrir allan fjöldann. Það finnst okkur hins vegar furðulegt. Við hjá Vivaldi viljum sérníða og aðlaga allt og veita þér tækifæri til þess að breyta, bæta og stilla að þínum þörfum.

Gluggi í Vivaldi vafranum

Skynsöm nýting tækis

Sérsniðna viðmótið okkar og eiginleikar eru hönnuð til þess að gera notendaupplifun hraðari, einfaldari og skilvirkari.

Lesa meira

Epísk flipastjórnun

Settu upp ótakmarkaðan fjölda flipa í tveggja laga flipabunka. Afar sjónræn leið til þess að fara á ofurhraða í gegnum flipana þína.

Lesa meira

Prívat

Alvöru friðhelgi í fyrirrúmi

Við rekjum ekki gjörðir þínir. Og við reynum að hindra aðra rekjara í að elta þig um netið. Þar með eru þínar upplýsingar öruggar og þú getur vafrað að vild án þess að eiga á hættu að aðrir hnýsist í vafrasögu þína eða rekji ferðir þínar um netið.

Tölfræðiupplýsingar um friðhelgi

Tryggðu friðhelgi þína á ný

Við höfum enga hugmynd um hver þú ert eða hvaða síður þú heimsækir. Slakaðu á þegar þú vafrar.

Lesa meira

Loka á auglýsingar og sprettiglugga

Það er ekkert meira pirrandi en sprettigluggar og auglýsingar þegar vafrað er á netinu. Nú getur þú losnað við hvort tveggja með fáeinum smellum.

Lesa meira

Forðastu stóru tæknirisana og njóttu þess

Hlaða niður Vivaldi

Það er fáránlega mikið af stillingum í Vivaldi.

Líklega ertu ekki að nota besta vafrann á netinu.

Persónulegur

Sveigjanlegasti vafrinn

Vivaldi er með helling af stillingum sem þú getur leikið þér með, allt frá sveigjanlegu notendaviðmóti að flýtilyklum og sérsniðnum fjölvum. Í hvert sinn sem þú opnar vafrann, muntu uppgötva nýtt tól eða fínstillingar sem einfalda lífið.

Ritill fyrir tækjastiku í Vivaldi vafranum

Búðu til þemu sem hægt er að deila

Settu upp sérsniða liti, veggfóður, rúnnaða flipa og fleiri stillingar. Deildu síðan sköpun þinni með heiminum með því að setja þemað þitt inn í samfélagið og í þitt eigin þemasafn.

Vivaldi þemu

CTRLE

Prófaðu sérsniðna lyklaborðsflýtilykla

Viltu spara tíma? Búðu til sérsniðna lyklaborðsflýtilykla fyrir hvað sem er í vafranum.

Lesa meira

Búðu til þinn eigin persónulega vafra

Hlaða niður Vivaldi
Eiginleikar

Allt sem þú óskar þér er innbyggt í vafrann

Minnkaðu notkun á öppum frá þriðja aðila. Notaðu innbyggð tól sem eru örugg, áreiðanleg og munu aldrei að eilífu selja gögnin þín. (Við höfum ekki einu sinni aðgang að þeim.)

Flýtihnappar og stillingar fyrir ofurnotendur

Leyfðu Vivaldi að vinna fyrir þig. Flýtilyklar, músabendingar, sérsniðnar leitarvélar og flýtiskipanir eru aðeins nokkrar mögulegra leiða til þess að sérsníða aðgengi og rötun og fá sem mest út úr þinni vafranotkun.

Lesa meira

Haltu í viðbæturnar þínar

Vivaldi er með svo marga innbyggða eiginleika að uppáhalds viðbæturnar þínar gætu reynst óþarfar. En bara til öryggis þá er alltaf hægt að sækja þínar viðbætur í Chrome Web Store.

Lesa meira

Samstilling

Samstilla milli allra tækja

Vivaldi vinnur jöfnum höndum á tölvunni og farsímanum og samstillir vafrasöguna, lykilorðin, bókamerkin, flipana, og fleira. Við notum dulkóðun enda á milli til að vernda gögnin þín frá aðgengi þriðja aðila. Að auki hýsum við vafragögnin þín á Íslandi þar sem þau eru vel varin af persónuverndarlögum.

Vivaldi samstillingarhamur með síma og tölvu
Vivaldi vafrinn á spjaldtölvu og síma

Vivaldi í snjallsíma

Fumlaust símavafur á þínum forsendum. Vivaldi í síma er smekkfullur af flottum eiginleikum, m.a. innbyggðum rekjara- og auglýsingavörnum. Það er auðvelt að samstilla opna flipa, vistuð lykilorð og minnsmiða líkt og í Vivaldi fyrir borðtölvur.

Vivaldi fyrir Android | Vivaldi fyrir iOS

Vivaldi vafrinn í bíl

Vivaldi fyrir Android Automotive OS

Vivaldi fyrir Android Automotive OS býður upp á fullkomið vafur úr bílstjórasætinu. Breyttu bílnum þínum í skemmtistað á hjólum eða vinnustöð á vegum úti. Þú ræður.

Vivaldi fyrir Android Automotive OS

Um Vivaldi

Þetta eru gildin okkar

Að halda góðu sambandi við samfélag okkar er nauðsynlegt til að halda Vivaldi-andanum lifandi. Svo ekki sé minnst á að byggja besta mögulega vafrann sem kostur er á. Við nýtum líka vettvang okkar til að deila jákvæðri þróun eða til að tala um skaðleg vinnubrögð sem gætu sett þig - og samfélagið í heild - í hættu.

Um Vivaldi

Vivaldi teymið á Íslandi

Friðhelgi er ekki dauð

Þú getur valið vafra og leitarvélar

Lesa meira

Af hverju ættir þú að velja Vivaldi Social, þjóninn okkar á Masodon?

Vegna þess að þetta er ekki fugla app! 😉Heldur dreifhýst samfélagsnet þar sem engin reiknirit (algorithms) safna um þig gögnum. Engar auglýsingar né friðhelgismisnotkun. Bara gaman.

Vivaldi Social

Hver er okkar skoðun á rafmyntum?

Ef skyggnst er bakvið æðið sem er í gangi má sjá að rafmyntir hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fólk, samfélag, og umhverfið í heild sinni.

Lesa meira

Finnst þér stundum eins og fylgst sé með þér?

Það er orðið tímabært að loka á persónumiðaðar auglýsingar.

Lesa meira

Forðastu stóru tæknirisana og njóttu þess

Hlaða niður Vivaldi