Vafraðu á ferðinni með Vivaldi og Renault

Vivaldi er vafri með innbyggð tól til þess að tryggja öryggi þitt, gera þér kleift að vafra hraðar og koma meiru í verk, þegar þú ert á ferðinni á nýja Renault bílnum þínum.

Sækja á Google Play

Streymdu uppáhalds efninu þínu

Vivaldi fyrir Android Automotive OS opnar á heilan heim af afþreyingarefni. Hvað stendur upp úr? Það er að þú hefur aðgang að uppáhalds streymisveitunum þinum, án þess að nota app frá þriðja aðila.

Vertu tengd/ur

Breyttu bílnum þínum í vinnuhest á vegum úti. Taktu næsta fjarfund úr bílstjórasætinu og opnaðu aðgang að uppáhalds öppunum þínum svo þú afkastir meiru á styttri tíma.

Haltu áfram að uppgötva nýja hluti

Bættu við uppáhalds bókamerkjunum þínum sem hraðvali á nýju flipa-síðunni. Þá eru þau ávallt til taks. Flokkaðu þau í möppur, veldu útlit að þínu skapi og gerðu þau þannig að þínum.

Meira sérsnið. Hraðara vafur. Á öllum þínum tækjum.

Taktu upp þráðinn þar sem þú hættir með því að samstilla vafragögnin þín á Vivaldi, á símanum, spjaldtölvunni og tölvunni.

Android, Google Play og YouTube eru vörumerki Google LLC.

Ertu í vandræðum?
Fáðu aðstoð á Vivaldi spjallinu eða hafðu samand á [email protected].