Vivaldi fyrir iOS

Vafraðu með borðtölvuflipum, lokaðu á auglýsingar og rekjara og samstilltu gögn á öruggan hátt á milli tækja.

Í boði á iPhone og iPad.

Sæktu í App búðina

Öflugur. Stútfullur af sveigjanlegum eiginleikum sem allir eru innbyggðir.

Persónulegur. Þú gerir hann að þínum, Vivaldi aðlagast þér.

Prívat. Við fylgjumst ekki með því hvað þú gerir.

Af hverju að hafa Vivaldi í símanum þínum eða spjaldtölvunni?

Borðtölvuflipar

Auðvelt er að hafa yfirsýn yfir opna flipa með alvöru borðtölvuflipum. Flipastikan okkar býður upp á óvenjulega, alvöru borðtölvuflipa sem líta út og virka eins og Vivaldi á borðtölvu.

Hraðval

Farðu fljótt og örugglega á uppáhalds síðurnar þínar, beint af upphafssíðunni. Þú getur sérsniðið sjálfgefin bókamerki eða bætt við sérsniðnum flýtilyklum og möppum.

Minnisblöð

Skipuleggðu allar þínar hugmyndir, gögn og verkefnalista á einum stað. Auk þess er hægt að samstilla minnismiða í símann, borðtölvuna og bílinn, svo þú getur þú tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Leslisti

Aldrei missa af góðri sögu! Vistaðu allt sem þig langar að lesa í leslistann þinn. Þú getur sótt hann hvenær sem er og það sem meira er, þú getur samstillt á milli tækja með Vivaldi.

Flýtival fyrir leitarvélar

Elskarðu að leita á netinu? Í Vivaldi geturd þú gefið leitarvélum gælunöfn. Það gerir þér kleift að hoppa á milli leitarvéla með því að skrifa bókstaf tileinkaðan leitarvél fyrir framan leitarorðið og bil strax á eftir.

Lokaðu á rekjara og auglýsingar

Val. Þú hefur val í Vivaldi, í nær hverjum einasta eiginleika. Jafnvel hvernig þú vilt að heimasíður birtist með innbyggðurm rekjara- og auglýsingavörnum.

Rekjaravörnin ver þig fyrir vefsíðum sem fylgja þér eftir um netið og safna upplýsingum um þig. Með rekjaravörnum færðu heilmikla vörn en þú getur líka valið að loka á auglýsingar, ekki bara rekjara.

“Líklega ertu ekki að nota besta vafrann á netinu.”

Scott Gilbertson
Senior writer, WIRED

Breiddu úr þér með Vivaldi á spjaldtölvunni þinni

Gerðu vafraupplifun þína betri með tólum sem ekki bara gera þér kleift að vinna hraðar á netinu heldur skemmta þér við það líka. Vivaldi er hannaður fyrir stærri símaskjái svo hann henti betur fyrir iPad og iPad notendur.

Samstilla milli allra tækja

Góðar fréttir: Við erum eiginlega alls staðar! Á borðtölvum, símum og meira að segja í bílum. Þess vegna virkar Vivaldi vandræðalaust á milli tdækja og samstillir vafrasöguna þína, lykilorðin, bókamerkin, flipa, minnismiða, leslista o.fl.

Við notum dulkóðun enda á milli til að vernda gögnin þín frá aðgengi þriðja aðila. Að auki hýsum við vafragögnin þín á Íslandi þar sem þau eru vel varin af persónuverndarlögum.

Friðhelgi og öryggi

Við berum virðingu fyrir öllum sem velja að vafra með okkur. Við rekjum ekki ferðir þínar á netinu né seljum gögnin þín. Við fylgjumst ekki með því hvaða síður þú heimsækir, hvað þú slærð inn í vafrann eða hvað þú sækir - við höfum engan aðgang að gögnunum þínum. Við geymum þau ekki einu sinn á netþjónunum okkar. Annað hvort eru gögnin bara á tölvunni þinni eða eru dulkóðuð.

Og, við reynum að hindra aðra í að gera það, með innbyggðum auglýsinga- og rekjaravörnum. Þar með eru þínar upplýsingar öruggar og þú getur vafrað að vild án þess að eiga á hættu að aðrir hnýsist í vafrasögu þína eða rekji ferðir þínar um netið.

Gerðu Vivaldi sjálfgefinn

Er Safari að halda aftur af þér? Ekki lengur. Gerðu Vivaldi að sjálfgefnum vafra á iPhone og iPad og njóttu þess að vafra sem aldrei fyrr. Skjóttu tæknirisunum ref fyrir rass og njóttu þess að velja sjálfstætt tæknifyrirtæki sem setur notendur í fyrsta sæti.

Um Vivaldi

Vivaldi er öflugur, persónulegur og prívat vafri sem aðlagar sig að þínum þörfum en ekki öfugt.

Vivaldi er sveigjanlegur og sérsníðanlegur vafri og leggur áherslu á að bjóða upp á bestu hugsanlegu vafraupplifun á hvaða tæki sem er. Nú þegar í boði á stýrikerfum eins og Windows, Mac, Linux, Raspberry Pi, Android og Android Automotive.

Það er einkum tvennt sem við leggjum áherslu á: friðhelgi er sjálfgefin og allt er val. Þetta felur í sér að búa til vafra sem er stendur vörð um friðhelgi og rekur ekki ferðir þínar á netinu. Vivaldi trúir því að friðhelgi og öryggi eigi að vera reglan í hugbúaði, ekki undantekningin.