Vivaldi fyrir Android
Vivaldi á Android er hlaðinn snjöllum tólum sem auka afkastagetu þína og standa vörð um friðhelgi þína á netiu.
Sækja Vivaldi áUptoDown eða Huawei AppGallery.
Sæktu appið (apk) hér:
ARM 32 bit (default), ARM 64 bit, Intel 64 bit


Betri aðferð við að sýsla með flipa
Vivaldi er með óteljandi eiginleika sem auðvelda þér að sýsla með flipa og fylgjst með hvaða síður eru opnar.
Ennfremur er hægt að nota flipastafla, þar með er hægt að skipuleggja með því að raða flipum saman í bunka sem síðan er hægt að opna eða loka eftir þörfum. Þú getur líka breytt uppröðun flipa með því að draga þá til!

Tryggðu friðhelgi þína á ný
Svo er það bara bónus að hann lokar á aðra rekjara og hindrar þá í að elta þig í netheimum.

Öll snjöllu tólin sem þú þarfnast
Hafðu yfirsýn með Vivaldi. Skrifaðu minnismiða, þýddu síður og taktu skjáskot af heilum síðim á einfaldan hátt.
Það sem fólk segir um Vivaldi
Deildu hugmyndum þínum um #vivaldibrowser
Uppáhalds eiginleikinn minn er möguleikinn á að flakka á milli flipa með því að strjúka til vinstri eða hægri á neðstu slánni.
![]()
Ivan Mehta
The Next Web
Vivaldi er hannaður með sveigjanleika í huga, til dæmis er hægt að skipta um leitarvélar með því einu að slá inn gælunafn í leitarreitinn áður en leit hefst.
![]()
Catherine Ellis
Techradar
Byggður fyrir stóra sviðið
Öflugasti vafrinn fyrir spjaldtölvur
Taktu flipa upp á æðra plan
Haltu skjánum snyrtilegum og hafðu skipulag á vinnunni þinni með tveggja laga flipabunkum. Flipar í bunka munu birtast í neðra laginu, en eru ekki sýnilegir á meðan þú þarft ekki á þeim að halda.
Tól við hendina
Hafðu uppáhalds tólin þín innan seilingar á hliðarstikunni á vafranum. Svo getur þú skoðað sögu, niðurhöl, bókamerki og minnismiða á margskiptum skjá í aðalglugganum.

Vivaldi samfélag
Vivaldi byrjaði sem umræðuvettvangur og þúsundir manns tilheyra nú samfélagi Vivaldi. Þar tjillar fólk, skiptist á hugmyndum og hjálpar til við þróun vafrans.
Hjálp/FAQ
- Uppsetning á Vivaldi
- Stillingar
- Innflutningur og útflutningur gagna
- Auglýsinga- og rekjaravörn
- Samstilling
- Viðbætur
- Flísalögn með flipum
- Vefspjöld
Leitarvélar
Leitarupplifunin verður í boði Microsoft Bing.
Bókamerki og hraðval samstarfsaðila
Þegar þú smellir á bókamerki og hraðval samstarfsaðila, gæti Vivaldi fengið umboðslaun. Samstarfið er m.a. við eBay Partner Network.