Vivaldi fyrir Android
Vivaldi er vafri þar sem friðhelgi notenda er í fyrirrúmi. Innbyggð tól tryggja öryggi þitt, gera þér kleift að vafra hraðar og auka afköstin á símum og spjaldtölvum.
Sækja Vivaldi áUptoDown eða Huawei AppGallery.
Sæktu appið (apk) hér.
ARM 32 bit (default), ARM 64 bit, Intel 64 bit

Helstu eiginleikar
Búinn til fyrir stóra skjái.
Fáðu sem mest út úr spjaldtölvunni þinni með Vivaldi.
Taktu flipa upp á æðra plan
Haltu skjánum snyrtilegum og hafðu skipulag á vinnunni þinni með tveggja laga flipabunkum. Flipar í bunka munu birtast í neðra laginu, en eru ekki sýnilegir á meðan þú þarft ekki á þeim að halda.
Tól við hendina
Hafðu uppáhalds tólin þín innan seilingar á hliðarstikunni á vafranum. Svo getur þú skoðað sögu, niðurhöl, bókamerki og minnismiða á margskiptum skjá í aðalglugganum.

Það sem fólk segir um Vivaldi
Deildu hugmyndum þínum um #vivaldibrowser
Vivaldi vafrinn er í raun nokkuð vinsæll á borðtölvum og Android hliðstæðan virðist einnig vera mjög fær.
Vivaldi’s approach is different and the idea is to offer a full-blown experience on mobile and a not watered down version as is the norm these days.
On both mobile and desktop versions of Vivaldi, a tap or click on the cloud icon brings up all the tabs you've currently got open in the app on other devices, linked by your Vivaldi account. That makes switching devices a snap. Everything gets synced with end-to-end-encryption protection as well, for extra peace of mind.
Uppáhalds eiginleikinn minn er möguleikinn á að flakka á milli flipa með því að strjúka til vinstri eða hægri á neðstu slánni.
Ég held mest upp á þann eiginleika að geta haft flipana neðst til vinstri á skjánum. Þá er svo auðvelt að vinna með bókamerki, sögu, minnismiða og niðurhal. Allt verður innan seilingar.
Fyrsti vafrinn fyrir Android Atomotive OS
Available in Polestar. Kynntu þér málið
Vafur í öllu sínu veldi
Vivaldi fyrir Android Automotive OS er fullhlaðinn vafri. Því vafrinn í bílnum þínum á að vera jafn kraftmikill og í öðrum tækjum.
Vertu eins og heima hjá þér
Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni er hvort tveggja innbyggt í vafrann. Breyttu bílnum þínum í skemmtistað á hjólum eða vinnustöð á vegum úti. Þú ræður.
