Vivaldi fyrir Android

Vafraðu með borðtölvuflipum, lokaðu á auglýsingar og rekjara og samstilltu gögn á öruggan hátt á milli tækja.

Öflugur. Stútfullur af sveigjanlegum eiginleikum sem allir eru innbyggðir.

Persónulegur. Þú gerir hann að þínum, Vivaldi aðlagast þér.

Prívat. Við fylgjumst ekki með því hvað þú gerir.

Af hverju að hafa Vivaldi í símanum þínum eða spjaldtölvunni?

Borðtölvuflipar

Vafraðu með alvöru borðtölvuflipum frá sveigjanlegri flipastiku. Skoðaðu og hoppaðu á milli opinna flipa, gerðu enn betur og prófaðu tveggja laga flipastiku! Flísaleggðu með opnum flipum á alveg einstakan hátt.

Hraðval

Vertu fljótari að sækja uppáhalds síðurnar þínar og skipuleggðu bókamerki frá upphafssíðu vafrans. Þú getur búið til hraðval með mismunandi útlit og gert það persónulega með því að tengja við tegund/útlit vefsíða eða þín eigin áhugamál - allt með einum smelli. Bónus: það er sáraeinfalt að breyta og flokka.

Flýtival fyrir leitarvélar

Elskarðu að leita á netinu? Í Vivaldi geturd þú gefið leitarvélum gælunöfn. Það gerir þér kleift að hoppa á milli leitarvéla með því að skrifa bókstaf tileinkaðan leitarvél fyrir framan leitarorðið og bil strax á eftir.

Minnisblöð

Skipuleggðu allar þínar hugmyndir, gögn og verkefnalista á einum stað. Auk þess er hægt að samstilla minnismiða í símann, borðtölvuna og bílinn, svo þú getur þú tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Þýddu

Þýddu heilar vefsíður á augabragði yfir á 108 tungumál með innbyggðri sjálfvirkri þýðingarstillingu. Og já, tæknirisarnir eru ekki að fylgjast með þér - Einu netþjónarnir hér eru Vivaldi netþjónar.

Skjáskot

Náðu hverju einasta smáatriði ! Taktu mynd, vistaðu og deildu skjáskoti af heilli vefsíðu, eða bara völdum hluta af síðu með innbyggðum skjáskotatólum - frábær tækni.

Leslisti

Aldrei missa af góðri sögu! Vistaðu allt sem þig langar að lesa í leslistann þinn. Þú getur sótt hann hvenær sem er og það sem meira er, þú getur samstillt á milli tækja með Vivaldi.

Dökkt viðmót og þemu

Prófaðu eitthvað annað en hin hefðbundnu, ljósu, dökku og sjálfgefnu kerfisþemu! Þú ert með helling af þemalitum sem gerir vafrið litríkara, sveiganlegra og algjörlega þitt.

Einkaflipar

Einkafliparnir okkar vista ekki upplýsingar þegar opnum flipa er lokað. Vefsíður sem þú heimsækir, kökur og tímabundnar skrár verða ekki vistaðar á tækinu þínu þegar vafrað er í einkaflipa.

QR kóða skanni

Búðu til eða deildu vefslóðum yfir á önnur tæki með því að nota ótrúlega þægilega QR kóða græju sem er innbyggð í Vivaldi. Skannaðu á einfaldan hátt QR kóða og strikamerki til þess að opna hlekki, valmyndir, greiðsluskjái eða öpp.

Lokaðu á rekjara og auglýsingar

Val. Þú hefur val í Vivaldi, í nær hverjum einasta eiginleika. Jafnvel hvernig þú vilt að heimasíður birtist með innbyggðurm rekjara- og auglýsingavörnum.

Rekjaravörnin ver þig fyrir vefsíðum sem fylgja þér eftir um netið og safna upplýsingum um þig. Með rekjaravörnum færðu heilmikla vörn en þú getur líka valið að loka á auglýsingar, ekki bara rekjara.

Breiddu úr þér með Vivaldi á spjaldtölvunni þinni

Vafur á stórum skjám er orðið enn betra! Eiginleikarnir okkar gera þér kleift að afkasta meiru og hafa auk þess ánægju af því. Með heilmikilli ást og auga fyrir smáatriðum, höfum við hannað virknina í Vivaldi þannig að hún henti bæði spjaldtölvum og símum.

Friðhelgi og öryggi

Við berum virðingu fyrir öllum sem velja að vafra með okkur. Við rekjum ekki ferðir þínar á netinu né seljum gögnin þín. Við fylgjumst ekki með því hvaða síður þú heimsækir, hvað þú slærð inn í vafrann eða hvað þú sækir - við höfum engan aðgang að gögnunum þínum. Við geymum þau ekki einu sinn á netþjónunum okkar. Annað hvort eru gögnin bara á tölvunni þinni eða eru dulkóðuð.

Og, við reynum að hindra aðra í að gera það, með innbyggðum auglýsinga- og rekjaravörnum. Þar með eru þínar upplýsingar öruggar og þú getur vafrað að vild án þess að eiga á hættu að aðrir hnýsist í vafrasögu þína eða rekji ferðir þínar um netið.

Samstilla milli allra tækja

Góðar fréttir: Við erum eiginlega alls staðar! Á borðtölvum, símum og meira að segja í bílum. Þess vegna virkar Vivaldi vandræðalaust á milli tdækja og samstillir vafrasöguna þína, lykilorðin, bókamerkin, flipa, minnismiða, leslista o.fl.

Við notum dulkóðun enda á milli til að vernda gögnin þín frá aðgengi þriðja aðila. Að auki hýsum við vafragögnin þín á Íslandi þar sem þau eru vel varin af persónuverndarlögum.

“Uppáhalds vefvafrinn okkar hefur eflt til muna vafur á stærri tækjum”

Scott Gilbertson
Senior writer, WIRED

Sæktu besta vafrann fyrir Android núna!

Get it on Google Play

Bókamerki og hraðval samstarfsaðila

Þegar þú smellir á bókamerki og hraðval samstarfsaðila, gæti Vivaldi fengið umboðslaun. Samstarfið er m.a. við eBay Partner Network.

Leitarvélar

Leitarupplifunin verður í boði Microsoft Bing.