Vivaldi dagatal beta

Engin verkfærakista er fullkomin án dagatals. Þessvegna erum við með það innbyggt. Vivaldi dagatalið er sveigjanlegt og handhægt til þess að sýsla með viðburði í vafranum þínum.

Sækja

Einka eða deilt með öðrum

Þú ákveður hvort þú vilt hafa dagatalið þitt einungis á einni tölvu, eða nota dagatöl sem eru hýst á netinu, líkt og Google dagatalið.

Innfelt eða í sprettiglugga

Búðu til viðburði á augabragði án þess að fela aðra hluta af dagatalinu þínu, með því að nota innfelldan ritil. Þú getur líka notað sprettigluggaritil ef þú bara skellir þér yfir í stillingar.

Teygjanlegar rúður

Rúðurnar í Vivaldi dagatalinu þenjast út eftir þörfum svo þær passi utan um ólíkar upplýsingar um viðburði. Tímarammar aðlagast viðburðum sem þú bætir við og allt helst sýnilegt. Önnur dagatöl bjóða ekki upp á þetta.

Endalaus smámunasemi

Þú velur á milli mínímalískrar, fullrar eða þjappaðrar sýnar til þess að aðlaga hvað þú vilt að sjáist mikið af ítarupplýsingum fyrir hvern viðburði í yfirlitinu.

Forðastu stóru tæknirisana og njóttu þess.
Hlaða niður Vivaldi

Lyklaborð aðgengilegt

Umfangsmikill stuðningur við lyklaborð gerir þér kleift að sýsla með dagatalsviðburði án þess að snerta músina. Notaðu lyklaborðsflýtilykla til þess skipta um viðmót á augabragði.

Mikil samþætting

Viðburðastjórnun

Einfaldur, innbyggður verkefnastjóri gerir þér kleift að setja verk inn í dagatalið og sjá yfirlit yfir daginn í Dagskrársýn. Hakaðu í boxið "Er verk" þegar viðburður er smíðaður.

Dagatalið á hliðarlínunni

Notaðu dagatalaspjaldið til þess að vinna hratt um leið og þú vafrar til þess að sýsla með viðburði og fylgjast með dagskánni þinni í dagsins önn.

Friðhelgi í fyrirrúmi

Það er okkar hlutverk að búa til vafra. Okkur kemur hins vegar ekki við hvernig þú notar hann. Við hvorki njósnum um þig né rekjum ferðir þína. Við seljum ekki gögnin þín til þriðja aðila.

Skoðaðu persónuverndarstefnuna okkar hér fyrir neðan og kynntu þér betur hvað við gerum ekki.

Lesa meira