Eiginleikar
Það má kannski segja að þegar sveigjanleikinn er svona víðáttumikill, sé spurningin: Hversu mikinn Vivaldi viltu? Frá hreinni naumhyggju upp í að búa til eigin skipanaheim fyrir lífið á netinu. Við sjáum til þess að þú hafir allt sem þú þarft.
SækjaFáðu vafra sem er einfaldur í notkun og njósnar ekki um þig.
Sá stílhreini er mínimalískur með friðhelgisstillingum sem gera þér mögulegt að hafa stjórn á gögnunum þínum. Margar aðgerðir í Vivaldi eru faldar til þess eins að halda vafranum straumlínulöguðum. En þær eru til staðar ef þú þarft á þeim að halda.


Auglýsingavörn
Það er ekki nóg með að margar auglýsingar séu pirrandi, heldur hægja þær á þér líka. Engar auglýsingar, meiri hraði.

Rekjaravörn
Lokar á ógeðfelldar síður (og auglýsingar) sem rekjar ferðir þínar á netinu.

Þýddu
Þýddu hvaða vefsíðu sem er með einum smelli. Þýðingartólið er innbyggt og þú hefur það fyrir þig.

Stuðningur við viðbætur
Taktu uppáhalds Chrome viðbæturnar með þér. Þær virka líka vel í Vivaldi.

Rekur ekki ferðir þínar
Sum öpp fylgjast með notendum, búa til prófíla og selja upplýsingar um þá. Það gerir Vivaldi ekki.
Viltu fá meira út úr vafranum þínum? Fáðu þér þann klassíska.
Gerðu vafrann aðeins öflugri. Í klassíska viðmótinu eru stöðustikan og spjaldið í forgrunni og veita þér skjótan aðgang að fullt af nytsamlegum tólum og aðgerðum.


Flísalögn með flipum
Opnar flipa á margskiptum skjá svo hægt er að skoða margar síður hlið við hlið.

Vefsíðuaðdráttur (e. zoom)
Skrollaðu á stöðuslánni til þess að þysja að eða frá og finndu þannig hið fullkomna viðmót.

Vefspjöld
Bættu hvaða síðu sem er á hliðarstikuna. Frábær staðsetning fyrir spjallþræði og samfélagsmiðla.

Minnisblöð
Skrifaðu minnismiða á hliðarstikunni um leið og þú vafrar og samstilltu þá á öruggan hátt yfir á önnur tæki.

Hraðspóla áfram/til baka
Hoppaðu yfir á næstu síðu eða aftur á fyrstu síðu sem þú skoðaðir á vefsvæðinu.
Sæktu þér verkfærin sem auðvelda þér að slíta þig frá tæknirisunum.
Sá hlaðni býður upp á allt sem sá stílhreini & sá klassíski hafa en að auki innbyggt póstkerfi, dagatal og strauma.


Póstkerfi
Skipuleggðu samskiptin enn betur, um leið og þú hefur fulla stjórn á gögnunum þínum.

Dagatal
Aðlagaðu dagskrána þína svo hún falli fullkomlega að hinu einfalda en þó öfluga dagatali þínu.

Lesari fyir strauma
Þú getur gerst áskrifandi að fréttaveitum sem þú treystir með innbyggðum straumum í Vivaldi póstkerfinu.

Tengiliðir
Leitaðu að eða uppfærðu tengiliðina þína í póstinum & skoðaðu tölvupóst eftir tengiliðum.
Friðhelgi í fyrirrúmi
Það er okkar hlutverk að búa til vafra. Okkur kemur hins vegar ekki við hvernig þú notar hann. Við hvorki njósnum um þig né rekjum ferðir þína. Við seljum ekki gögnin þín til þriðja aðila.
Við sjáum ekki síðurnar sem þú heimsækir, hvað þú slærð inn í vafrann eða hleður niður. Þessi gögn eru annað hvort vistuð á tölvunni þinni eða eru dulkóðuð.
Skoðaðu persónuverndarstefnuna okkar hér fyrir neðan og kynntu þér betur hvað við gerum ekki.
Lesa meiraÞað eru engar reglur
Við viljum að Vivaldi uppfylli væntingar allra, þess vegna bjóðum við upp á óendanlega marga valmöguleika. Þetta snýst allt um að prófa sig áfram, fínstilla og uppgötva hvað vafrinn þinn getur boðið uppá.
Það er fáránlega mikið af stillingum í Vivaldi.
![]()
Jake Swearingen
New York Magazine

Hvernig er Vivaldi miðað við aðra?
Verum heiðarleg. Þú er líklega að nota Chrome eins og svo margir. En ef þú ert komin(n) hingað, ertu líklega ekki "eins og fólk er flest". Við höfum trú á þér. En hér er a.m.k. fullkomlega hlutdrægur samanburður á eiginleikum.
Innbyggðir eiginleikar |
![]() |
![]() |
![]() |
---|---|---|---|
Flipastaflar | Já | Já | Nei |
Sérsniðnar leitarvélar | Já | Já | Já |
Fylgist með því hvað þú gerir | Nei | Já | Já |
Sýna flipa í margskiptum skjá | Já | Nei | Nei |
Innbyggt póstkerfi | Já | Nei | Nei |
Auglýsingavörn | Já | Nei | Nei |
Músabendingar | Já | Nei | Nei |
Minnismiðastýring | Já | Nei | Nei |
Sérsniðnir fjölvar | Já | Nei | Nei |
Forðastu stóru tæknirisana og njóttu þess.
Með einum smelli getur þú flutt inn öll bókamerkin þín og viðbætur.
Hlaða niður VivaldiJá, það eru (ennþá) fleiri eiginleikar
Og þú hélst kannski að hér væri allt upp talið... Hér eru nokkrir í uppáhaldi uppáhaldsnotenda okkar.
Ofur fínstillt stýring sem þú finnur ekki annars staðar.
![]()
Scott Gilbertson
Ars Technica