Vivaldi póstkerfi

Öflugt póstforrit, smíðað fyrir risavaxin innhólf

Vivaldi póstur leysir vandamálin sem hlaðast upp þegar maður er með marga póstreikninga og helling af skeytum. Njóttu þess að fara í gegnum alla póstreikningana þína í einu og sama innhólfinu.

Hlaða niður Vivaldi

Hann er ókeypis og í boði fyrir Windows, macOS og Linux.

Allir reikningar á einum stað

Með stuðningi við IMAP og POP3, getur þú bætt við næstum hvaða póstþjónustuaðila sem er.

Vistaðar leitir

Það má vista leitir sem síur. Alveg óþarfi að finna upp hjólið í hvert sinn.

Setja í bið

Settu skeyti í bið í úthólfinu þínu og sendu mörg skeyti í einu þegar það hentar þér.

Sýsla með viðburði

Sendu og taktu á móti boðum á viðburði á einfaldan hátt með uppáhalds hjálparhellu póstkerfisins, Vivaldi dagatalinu.

Sjáðu hvernig Vivaldi póstkerfið virkar

Hugmyndafræði Vivaldi er einföld - þú átt að stjórna því hvernig póstkerfið þitt lítur út og hvernig það virkar.

Notaðu möguleika innhólfsins til fulls

Berðu Vivaldi póstinn saman viðönnur vinsæl póstkerfi og sjáðu muninn sjálf/ur.

Berðu saman póstkerfi

Hugsaðu út fyrir möppuna

Eitt skeyti getur birst í mörgum möppum. Ekki eyða tíma í að róta eftir þeim í haug af möppum. Notaðu tímann í að búa til möppur sem sýna þér skeytin sem skipta máli.

Treyst af milljónum notenda

Að hafa enga utanaðkomandi fjárfesta gefur okkur frelsi til þess að hlusta á notendurna okkar og byggja með þeim vafra sem við eigum öll skilið.

3 100 000+Virkir notendur
1 600 000+Samfélagsmeðlimir
0Utanaðkomandi fjárfestar

Forðastu stóru tæknirisana og njóttu þess

Hlaða niður Vivaldi