Vivaldi póstkerfi beta

Öflugt tölvupóstkerfi innbyggt í vafrann þinn.

Sækja

Alhliða innhólf í vafranum

Vivaldi stefnir að því að leysa vandamálið sem hlýst af því að vera með mörg tölvupóstföng og helling af skeytum. Með Vivaldi póstkerfinu er allt á einum stað og hægt að möndla með marga reikninga, póstlista og strauma í einu og sama innhólfinu.

Allir reikningar á einum stað

Með stuðningi við IMAP og POP3, getur þú bætt við næstum hvaða póstþjónustuaðila sem er.

Gagnagrunnurinn

Öll skeyti, merki, síur og leitir eru geymd á þínum disk í Vivaldi vafranum. Það er grunnurinn að hinu öfluga póstkerfi okkar. Skeyti frá öllum þínum reikningum eru lyklaðir svo það er hægt að leita án nets.

Vafraávinningur

Það er svo miklu þægilegra að hafa innbyggt póstkerfi í vafranum. Skrifaðu skeyti í nýjum flipa, hafðu mörg skeyti opin á sama tíma og sýslaðu með þau með hinum ýmsu flipaeiginleikum í Vivaldi.

Hugsaðu út fyrir möppuna

Eitt skeyti getur birst í mörgum möppum. Ekki eyða tíma í að róta eftir þeim í haug af möppum. Notaðu tímann í að búa til möppur sem sýna þér skeytin sem skipta máli.

Óséð og ólesið

Það eru tveir teljarar við hliðina á möppunum í Vivaldi póstkerfinu. Glæný skeyti sem þú hefur ekki séð ennþá, kallast óséð. Skeyti sem þú hefur séð en ekki gert neitt með eru ólesin.

Prófaðu sýnileikarofana

Fyrir hverja möppu má finna sýnileikarofa ofan við listann. Með einum smelli getur þú valið að sleppa eða hafa með: lesin skeyti, skeyti frá póstlistum, frá sérsniðnum möppum, straumum, ruslpósti og eyddum skeytum.

Vistaðar leitir

Það má vista leitir sem síur. Alveg óþarfi að finna upp hjólið í hvert sinn.

Setja í bið

Settu skeyti í bið í úthólfinu þínu og sendu mörg skeyti í einu þegar það hentar þér.

Sýsla með viðburði

Sendu og taktu á móti boðum á viðburði á einfaldan hátt með uppáhalds hjálparhellu póstkerfisins Vivaldi dagatalinu.

Innbyggður lesari fyrir strauma

Nýir straumar frá Vivaldi lesara fyrir strauma birtast eins og hver önnur skeyti í póstglugganum. Þú getur leitað, síað og jafnvel svarað höfundum, hafi þeir gefið upp tengiliðaupplýsingar.

Úthugsuð rötun

Notaðu sérsniðna lyklaborðsflýtilykla til þess að vinna hraðar með tölvuskeyti. Notaðu fram og tilbaka hnappinn til þess að hoppa á á milli "sögu" og viðmóts um leið og þú vinnur.