Okkar sannfæring

Viltu vita hvernig það er að vinna hjá Vivaldi,
og hvert markmið okkar er.

Um okkur

Vafri á að aðlaga sig að þínum þörfum en ekki öfugt.

Við trúum að margir vafranotendur vilji gjarnan sérsníða hvern einasta hlut í vafranum sínum og gera hann þannig að sínum. Þeir vilja aðgang að flóknum tólum, án þess að þurfa að fórna afkastagetu eða öryggi. Þessir notendur vilja að hlustað sé á þá.

"Við erum að smíða vafra sem er öflugur, persónulegur og prívat. Vafra sem aðlagar sig að þínum þörfum en ekki öfugt."

Markmið okkar

Hvernig við gerum þetta

Ómetanlegt samfélag sjálfboðaliða og slatti af snilldar vafrasmiðum.

Stofnandi og forstjóri Vivaldi, Jon von Tetzchner var að smíða vafra áður en flestir höfðu frétt af internetinu. Við trúum á flatan strúktúr, samvinnu á milli deilda og verkefnadrifna vinnu. En við gerum þetta ekki ein. Við treystum á frábært samfélag sjálfboðaliða út um allan heim sem hjálpa okkur að prófa, þýða og kynna Vivaldi.

"Berum virðingu fyrir hvert öðru, spyrjum spurninga, verum skapandi og komum hlutum í verk."

Leiðandi gildi

Staðsetningar

Við erum (hingað til) af 25 þjóðernum, vinnum í sjö löndum og með skrifstofur í Noregi, Íslandi og í Bandaríkjunum.

Ósló, Noregur

Höfuðstöðvar okkar eru í hjarta Osló við hliðina á fallegum fossi. Já, alvöru foss og þú getur jafnvel veitt lax þar ef það er þér til lista lagt.

Reykjavík, Ísland

Skrifstofur okkar á Íslandi eru staðsettar á efri hæðum Eiðistorgs í Innovation House en stofnandi þess er Jón. Íslenska teymið fær stórkostlegt útsýni yfir sundin og fullt af innblæstri til þess að byggja Vivaldi.

Magnólía, Bandaríkin.

Heimavöll okkar í Bandaríkjunum er að finna í Innovation House í Magnólíu, eftir stutta keyrslu frá Boston. Gistiheimili sem var breytt í tæknisetur. Ár hvert um sumar hittist allt teymið til þess að borða krabbakökur og kóða.

Við erum við stjórn

Vivaldi er í eigu starfsfólks þess.
Og við ætlum að halda því þannig.

Að hafa enga utanaðkomandi fjárfesta gefur okkur frelsi til þess að hlusta á notendurna okkar og byggja með þeim vafra sem við eigum öll skilið. Allar hugmyndir eru skoðaðar og teknar alvarlega.

3 100 000+
Virkir notendur
1 600 000+
Samfélagsmeðlimir
0
Utanaðkomandi fjárfestar