Baráttan fyrir betri vef

Við erum ekki að vinna hjá Vivaldi, við erum í baráttu.

Baráttu um betri vef en við höfum núna.

Við erum í baráttu um að losa um það heljartak sem stóru tæknirisarnir hafa á vefnum.

Við erum að berjast gegn linnulausri mengun vefsins og fyrir réttindum almennings.

Eitt sinn þá dafnaði vefurinn á einlægni og frumleika, en tæknirisarnir hafa breytt honum í innimúrað svæði þar sem þeir nýta sér gögnin okkar og einoka stafrænt líf okkar í hagnaðarskyni. Við berjumst fyrir betri vef sem er laus við afskiptasemi og stýringu, þar sem þú stjórnar upplifun þinni en ekki algóritmar.

Vivaldi er hannaður til þess að brjóta þessa hlekki. Með sérsniði, eiginleikum sem leggja áherslu á friðhelgi og enga málamiðlun þegar kemur að frelsi einstaklinga, þá erum við að jafna leikinn. Við erum að smíða Vivaldi því við elskum vefinn. Og vegna þess að við elskum vefinn þá viljum við að hann sé aðgengilegur öllum.

Jón von Tetzchner
Forstjóri, Vivaldi Technologies

Vefur fyrir alla

Þegar Sir Tim Berners-Lee skóp vefinn, sá hann fyrir sér opið, lýðræðislegt rými fyrir alla. Það voru engin einkaleyfi, engin einokun, bara frelsi til þess að deila með öðrum og skapa. En hvað er það sem blasir við í dag? Risa fyrirtæki hafa breytt þessu rými í sinn eigin einka leikvöll. Þau útiloka ýmiskonar efni, rekja ferðir notenda og læsa okkur inn í sínu eigin vistkerfi.

Tim Berners-Lee's tweet 'This is for everyone' at the 2012 Summer Olympics opening ceremony
1904 cartoon depicting Standard Oil as an evil octopus

Tilkoma vef-ribbaldanna

Einu sinni í fyrndinni, tóku framsækin fyrirtæki þátt í því að móta vefinn í tól sem nýttist milljörðum manna. Í dag hafa mörg þessara sömu fyrirtækja breyst í iðnaðarverksmiðjur sem soga til sín gögn og hagnað um leið og þau eitra internetið með njósnum og lævísum auglýsingum. Tæknirisarnir hafa ummyndast í einokunartröll sem þenja út sína eigin varnarveggi um leið og þeir kæfa alla samkeppni. Þetta er orðið gott.

Hvað er betri vefur?

Vefurinn ætti að vera sá staður þar sem tæknin valdeflir okkur í stað þess að níðast á okkur. En í dag er vefurinn í klóm örfárra einokunarfyrirtækja sem taka ákvarðanir fyrir milljarða. Við trúum því að betri vefur sé sá vefur þar sem notendur, ekki stórfyrirtæki, eru við stjórn. Vefur sem er öruggur, opinn og aðgengilegur þar sem þú getur valið tólin, upplifunina og framtíðina.

Svona berst Vivaldi á móti

Við hjá Vivaldi erum að smíða vafra sem valdeflir þig. Við höfum tekið afstöðu gegn njósnadrifnum aðferðum tæknirisanna. Við höfum tekið höndum saman við stjórnvöld og ráðgjafa um heim allan, en við látum ekki þar við sitja. Við erum stöðugt að smíða tól sem hjálpa þér að berjast á móti, hvort sem um er að ræða innbyggða auglýsinga- og rekjaravörn eða möguleikann á að sérsníða allt í vafranum.

Þú ert við stjórn

Það er okkar skoðun að vafrinn eigi að aðlagast þér en ekki öfugt. Viltu hafa flipana til hliðar? Láttu það eftir þér. Viltu hafa aðskilin vinnusvæði fyrir ólík verkefni? Ekki málið. Vivaldi gerir þér kleift að sérsníða alla hluti, þannig verður vafraupplifun þín nákvæmlega eins og þú vilt hafa hana.

Algóritmar eru ekki með þér í liði

Hefur þú velt því fyrir þér af hverju straumarnir í samfélagsmiðlunum þínum ýta stöðugt að þér sams konar efni? Eða af hverju auglýsingar um eitthvað sem þú skoðaðir nýlega eru enn að elta þig um vefinn? Þetta eru algóritmar, sem halda þér við efnið um leið og þeir graðka í sig gögnin þín. Vivaldi gerir hlutina öðruvísi. Lesari fyrir strauma í Vivaldi er án algóritma, svo þú velur hvað þú vilt sjá.

Byggt á mannlegum vitsmunum

Við kaupum ekki þá hugmynd að allt þurfi að byggjast á gervigreind. Sérstaklega ekki í þeim tilfellum þar sem notast er við gögnin þín í leyfisleysi eða þar sem ritstuldur er viðhafður og vefurinn mengaður með falsfréttum. Stór tungumálalíkön virka sannfærandi, en þau ganga á auðlindir jarðar og skortir persónuvernd og nákvæmni. Hjá Vivaldi viljum við fókusa á tól sem hjálpa í raun, án þess að misnota gögnin þín og gera þig að söluvöru.

Að gera vondar auglýsingar dapurlegar

Ekki eru allar auglýsingar slæmar, en eftirlitsauglýsingar eru það svo sannarlega. Við teljum að auglýsendur ættu að fá borgað án þess njósnað sé um þig. Rekjaravarnir í Vivaldi nota sérsniðna lista yfir þekktar rekfjaravefslóðir til þess að koma í veg fyrir að einkagögnin þín séu notuð til þess að persónugreina þig. Rekjaravarnir eru innbyggðar svo viðbætur eru óþarfar. En það þarf að laga vistkerfið í heild sinni, þess vegna styður Vivaldi reglugerðir sem banna ágengar persónugreiningar.

Í eigu starfsmanna, áhersla á notendur

Höfuðstöðvar Vivaldi eru í Noregi. Fyrirtækið er í eigu starfsmanna án aðkomu utanaðkomandi fjárfesta. Það þýðir að við getum tekið ákvarðanir sem eru í þína þágu. Við smíðum vafra sem okkur langar að nota, við hlustum á notendur okkar til þess að búa til vafraupplifun sem er frjáls, öflug og einstök.

Taktu þátt í baráttunni!

Vefurinn þarf að vera frjáls og opinn fyrir alla. Við hjá Vivaldi leggjum okkar af mörkum í þeirri baráttu. En við þurfum aðstoð. Með því að nota Vivaldi þá ertu ekki bara að velja vafra, þú ert að taka þátt í baráttunni um betri vef. Það er tímabært að taka vefinn til baka, með einum flipa í einu.

Sækja á Google PlaySæktu í App búðina