Laus störf
Staðsetningar
Við erum (hingað til) af 25 þjóðernum, vinnum í sjö löndum og með skrifstofur í Noregi, Íslandi og í Bandaríkjunum.
Ósló, Noregur
Höfuðstöðvar okkar eru í hjarta Osló við hliðina á fallegum fossi. Já, alvöru foss og þú getur jafnvel veitt lax þar ef það er þér til lista lagt.
Reykjavík, Ísland
Skrifstofur okkar á Íslandi eru staðsettar á efri hæðum Eiðistorgs í Innovation House en stofnandi þess er Jón. Íslenska teymið fær stórkostlegt útsýni yfir sundin og fullt af innblæstri til þess að byggja Vivaldi.
Magnólía, Bandaríkin.
Heimavöll okkar í Bandaríkjunum er að finna í Innovation House í Magnólíu, eftir stutta keyrslu frá Boston. Gistiheimili sem var breytt í tæknisetur. Ár hvert um sumar hittist allt teymið til þess að borða krabbakökur og kóða.
Hittingar
Í júní ár hvert hittumst við öll í Magnólíu, Massachussets. Við gistum saman í fögru og sögulegu hefðarsetri ásamt fjölskyldum okkar, klæðumst í fáránlega búninga og skemmtum okkur saman. Ó, og við forritum.
Þegar kulda tekur og vetur ber að garði hittumst við aftur, í þetta skipti á Íslandi. Rétt í tæka tíð fyrir norðurljósin.
Jafnvægi
Við vitum að fólk kemur mestu í verk þegar gott jafnvægi er á heimilslífi og vinnu, sem veitir því frelsi til þess að gera hluti sem það nýtur að gera og að uppfylla skyldur sínar utan vinnu. Hjá Vivaldi erum við sveigjanleg og komum til móts við alls konar vinnuaðferðir, fjölskylduaðstæður og aðrar skuldbindingar.