Auglýsingavörn –hraðvirk og ókeypis, engin þörf á viðbótum
Með innbyggðri auglýsingavörn í Vivaldi, getur þú lokað á ágengar auglýsingar, séð vefsíður hlaðast upp hratt og verndað tækin þín fyrir skaðlegum auglýsingum og rekjurum. Auglýsingavörn gerir þér kleift að vafra hratt og örugglega, án viðbóta.
Af hverju að nota auglýsingavörnina okkar?
- Vafraðu hraðar.
- Ekki þörf á viðbótum.
- Vertu örugg/ur á netinu.
- Það er ókeypis. Um alla framtíð.
Virkjaðu auglýsingavörn og vafraðu hratt
- Án auglýsingavarna, munu netauglýsingar ekki bara trufla þig á vafrinu heldur líka koma í veg fyrir að vefsíður hlaðist hratt niður.
- Þegar vafrinn þinn er upptekinn við að hlaða niður auglýsingum – borðum, sprettigluggum, teiknimyndum, sjálfspilandi myndböndum – hægir það á vafrinu.
- Ef auglýsingavörner virkjuð, eru vefsíður fljótari að hlaðast niður og þú vafrar hraðar.
- Sprettiglugga vörn Vivaldi stoppar auglýsingar um leið og þú velur síðu. Við höfum til hliðsjónar lista af vefföngum sem vitað er að dreifa auglýsingum og stöðvum beiðnir þeim jafnvel áður en auglýsingarnar eru sendar út. Með þessum hætti, hleður þú aldrei niður auglýsingum. Þú notar minni bandvídd, CPU og minni því vafrinn þinn er með auglýsingavörn og hleður ekki niður neinum óþarfa – enn ein leiðin fyrir þig til þess að vafra hraðar!
Það er betra að hafa innbyggða auglýsingavörn en nota viðbætur
Viltu auglýsingavörn í vafrann þinn? Ef þú notar okkar auglýsingavörn er óþarfi að setja upp viðbætur til þess að losna við óvelkomnar auglýsingar.
Ef þú ert að nota vörn við sprettigluggum frá þriðja aðila eins ogAdBlock eða AdBlock Plus, þá þarftu ekki lengur á henni að halda.
Þótt viðbætur geti oft komið að góðum notum, geta þær skapað samhæfingarvanda. Vivaldi vafrinn er hlaðinn eiginleikum sem eru hannaðir til þess að virka vel saman. Okkar markmið er að stóla sem minnst á þriðja aðila.
Og það er alltaf hægt að sækja viðbætur, ef það hentar þér betur.
Berðu samanInnbyggðar auglýsingavarnir í Vivaldi vs viðbætur frá þriðja aðila |
Auglýsingvörn í Vivaldi | Hefðbundin viðbót þriðja aðila |
---|---|---|
Auglýsingavörn Flestar varnir fjarlægja auglýsingar áður en þær ná að hlaðast niður eða birtast á vefsíðu. |
Já | Já |
Í boði strax frá byrjun Viðbætur frá þriðja aðila eru ekki í boði strax frá byrjun og þú þarft því að sækja þær í vafrann þinn frá verslunum sem selja viðbætur. |
Já | Nei |
Öruggt vafur Viðbætur keyra inní vafranum og þess vegna skiptir miklu máli að vanda valið áður en þú setur þær upp. |
Já | Nei |
Traust og örugg afköst Ef þú treystir í miklu mæli á viðbætur, getur það haft áhrif á afkastagetu vafrans. Viðbætur soga til sín minni og hægja á vinnslugetu. |
Já | Nei |
Hnökralaus notendaupplifun Notendaupplifun er mun betri ef eignleikar eru innbyggðir. Innbyggðir eiginleikar falla betur að vafranum og að væntingum notenda. |
Já | Nei |
Vertu örugg/ur með innbyggða auglýsingavörn
Notirðu auglýsingavörn, losnar þú við auglýsingarekjara sem geta ógnað friðhelgi þinni.
Margar netauglýsingar notast við sömu tækni og rekjarar. Þær elta þig um vefheima og safna dýrmætum upplýsingum. Þær treysta á búta úr kóðum sem hæg er að nýta til þess að afla viðkvæmra upplýsinga.
Komdu í veg fyrir að tækin þín sýni óprúttnar niðurhalsauglýsingar.
Án auglýsingavarna geta netauglýsingar dreift vírusum og spilliforritum sem geta haft alvarleg áhrif á tölvuna og gögnin þín. "Spilliauglýsingar" beina þér á svindlsíður til að hlaða niður sýktum skrárm eða til að smella á hlekki sem reynast vera annað en þeir gefa sig út fyrir. Þú getur fengið spilliforrit í gegnum auglýsingar á traustum vefsíðum því vefsíður sem birta auglýsingar hafa litla stjórn á auglýsingunum sem þær hýsa.
Notaðu auglýsingavörn til þess að verjast spilliforritum í formi viðbóta.
Viðbætur frá þriðja aðila keyra í vafranum og geta nofært sér aðganginn til þess að njósna um þig. Verndaðu gögnin þín og tæki með sprettigluggavörninni okkar. Hún lokar á auglýsingar þar með talið vafasamar viðbætur.
Auglýsingavörn með innbyggðri friðhelgi
Mörg auglýsingavarnar öpp fylgjast með notendum, búa til prófíla af þeim og selja gögnin til þess að fjármagna starfsemi sína.
Öpp, þar með talin auglýsingavarnaröpp, afla sér tekna á ólíkan hátt.
Vivaldi vafrinn er öðruvísi. Okkar markmið er að vernda gögnin þín. Við bjóðum upp á innbyggða auglýsingavörn til þess að vernda þig gegn verstu auglýsingunum; rekjaraauglýsingunum.
Við rekjum ekki spor þín.
Við búum ekki til prófíl.
Við seljum ekki gögnin þín (við erum ekki með þau).
Áður en þú tekur ákvörðun, skaltu velta fyrir þér hvaðaviðskiptamódel þessar auglýsingavarnir eru með?
Njóttu ókeypis auglýsingavarnar
Auglýsingavarnir í Vivaldi eru alveg ókeypis, enginn falinn kostnaður.
Vivaldi er sveigjanlegri og með fleiri innbyggða eiginleika en nokkur annar vafri – og hann er ókeypis! Prófaðu bara auglýsingavarnirnar okkar!
Vertu meðvituð/meðvitaður
Athugaðu að ef þú lokar á auglýsingar hefur það áhrif á vefsíður sem þú ferð inn á daglega – auglýsingar eru lifibrauð margra vefsíða.
Við viljum að netið sé frítt og þar af leiðandi styðjum við það að vefsíður afli tekna.
Í Vivaldi vafranum ræður þú hvernig síður birtast og hvaða upplýsingar þú veitir tilteknum síðum um þig.
Við mælum með rekjaravörnum á allar síður, en auglýsingavörnum á síður þar sem auglýsingar eru truflandi og ágengar.
Ef þú vilt styðja uppáhalds vefsíðurnar þínar og frjálst efni á netinu; mælum við með:
- Ekki virkja auglýsingavarnir á öllum vefsíðum.
- Leyfðu auglýsingar frá vefsíðum sem þú treystir.
- Íhugaðu að loka bara á rekjara með rekjaravörnum. Rekjaravarnir loka á verstu auglýsingarnar – rekjaraauglýsingar.
- Styddu við vefsíður sem þú heimsækir oft með því að styðja þær milliliðalaust.
Lærðu meira um auglýsingavarnir
-
Hvað er auglýsingavörn?
Auglýsingavarnir er hugbúnaður sem lokar á vefauglýsingar. Þær koma í veg fyrir að auglýsingar birtist á vefsíðum. Varnirnar eiga sér yfirleitt stað í vafranum – sem innbyggð vörn eða með vafraviðbótum eins og t.d. AdBlock eða AdBlock Plus. Flestar varnir og YouTube varnir fjarlæga auglýsingar áður en þær hlaðast niður og birtast á vefsíðu.
-
Hvernig virka auglýsingavarnir
Flestar auglýsingavarnir byggja á tvenns konar tækni.
Í fyrsta lagi þá taka þær við beiðnum frá vafranum og bera saman umbeðna vefslóð við lista af lénum og vefslóðum sem eru þekktar auglýsingaslóðir. Ef umbeðin vefslóð er á listanum, er beiðninni hafnað og vefsíðan sækir ekki auglýsinguna.
Að því búnu leita auglýsingavarnir að vísbendingum á síðunni þar sem auglýsingarnar birtast venjulega og fela þær. Þessi aðgerð lokar á sprettiglugga sem hugsanlega ekki var lokað á í upphafi og felur líka auð svæði þar sem áður voru auglýsingar.
-
Er lokað á allar auglýsingar með auglýsingavörnum?
Þar sem auglýsingavarnir treysta á lista yfir vefslóðir sem eru þekktar fyrir að dreifa auglýsingum, er tæknilega séð ekki hægt að loka á 100% auglýsinga. Þeir sem taka saman listana geta ómögulega vitað af og fundið allt sem til er. Auk þess þá breytist internetið stöðugt og nýjar auglýsingalindir birtast en aðrar hverfa.
-
Safna auglýsingavarnir gögnum?
Öppin safna gögnum á ólíkan hátt. Við mælum með því að þú lesir vel skilmálana áður en þú hleður niður auglýsingavörnum. Í Vivaldi vafranum rekja auglýsingavarnir ekki ferðir þínar. Auk þess þá erum við á móti rekjurum og söfnun gagna.
-
Hvernig á að virkja auglýsingavörn í Vivaldi vafranum?
Það er sjálfgefið í Vivaldi að auglýsingavarnir eru ekki virkjaðar.
Þegar þú hleður niður og setur upp vafrann, munum við bjóða þér að velja hvaða varnarstig þú vilt hafa. Þú getur valið á milli "Engar varnir", "Rekjaravarnir" eða "Auglýsinga- og rekjaravarnir". Þú getur síðan breytt þessum stillingum hvenær sem þér hentar.
Í Vivaldi vafranum er það sjálfgefið að auglýsingavarnir leyfa auglýsingum, sem rekja ekki ferðir þínar, að birtast á leitarvélasíðum samstarfsaðila okkar. Þú getur lokað á þær með því að slökkva á listanum "Leyfa auglýsingar frá samstarfsaðilum" .
-
Hvernig á að slökkva á auglýsingavörn?
Þú getur slökkt á Auglýsingavörn hvenær sem er. Farðu í stillingar og veldu "Engin vörn". Þú getur breytt þessum stillingum hvenær sem er.
-
Hvernig lokar Vivaldi vafrinn á auglýsingar?
Við styðjumst við lista yfir vefslóðir sem vitað er að geyma truflandi auglýsingar og lokum á að sækja gögn eftir þessu vefslóðum.
Auglýsingavörnin okkar byggir á sömu aðferðafræði og flestar aðrar auglýsingavarnir. Í henni er sjálfvirk efnislokun sem skilgreinir hvað lokað er á.
-
Hvaða lokunarlista notar Vivaldi?
Sjálfgefinn lokunarlisti Vivaldi er EasyList en að auki bjóðum við svo upp á margvíslega staðbundna lokunarlista sem er valkvætt að virkja. Sumir þessara lista tengjast EasyList.
Sjálfgefin rekjaravörn Vivaldi er DuckDuckGo Tracker Radar og valkvætt er að notaEasyPrivacy listann.
Þú getur skoðað og unnið með auglýsingavarnarlista í Stillingum. Til þess að virkja lokunarlista, smellirðu í kassann fyrir framan viðkomandi lista. Ef þú vilt hætta að nota lokunarlista, tekurðu einfaldlega hakið úr kassanum.
Ef tegund varnar sem þú vilt nota er ekki á skrá nú þegar, getur þú bætt við fleiri vörnum.
-
Hvernig á að loka á auglýsingar á ákveðnum síðum eingöngu?
Þegar þú ert komin(n) á síðua, smellirðu á skjaldartáknið í Vivaldi vafranum og breytir varnar stiginu í "Engin lokun", "Loka á rekjara" eða "Loka á rekjara og auglýsingar".
-
Hvernig á að skoða fjölda auglýsinga sem lokað var á?
Í auglýsingavörn Vivaldi vafrans getur þú skoðað fjölda auglýsinga sem lokað var á með því að smella á skjaldartáknið til vinstri í veffangastikunni. Gættu þess að þú hafir valið að minnsta kosti lágmarksvörn, smelltu á skjaldartáknið og þú sérð nákvæmlega hvað þú hefur lokað á margar agulýsingar.