Valkostur við Microsoft Edge fyrir þig
Vivaldi er fisléttur vafri sem aðlagar sig að þínum þörfum en ekki öfugt. Skoðaðu hvað vafri getur boðið upp á.
Vinnur með Windows, macOS, Android og Linux.
Meira sérsnið.
Meiri friðhelgi. Hraðara vafur
Okkur finnst að þú eigir að ráða því hvernig vafrinn þinn lítur út og hvernig hann virkar. Í Vivaldi eru óteljandi innbyggðir valmöguleikar, þannig að þú getur breytt stillingum svo vafraupplifun þín verði sem allra best. Allt þetta án þess að þurfa að óttast um friðhelgi þína.
Epísk flipastjórnun
Raðaðu flipum í flipabunka, eða opnaðu marga flipabunka í einu (flísalögn með flipum). Vivaldi býður líka upp á þann möguleika að hafa flipana til hliðar - til hægri, vinstri, efst eða neðst!
Óteljandi flipar í margskiptum skjá
Prófaðu flísalögn með flipum til þess að skoða tvær eða fleiri síður í einu. Þannig getur þú borið saman tilboð, lesið tölvupóst á meðan þú horfir á myndband eða haldið áfram að vinna um leið og þú fylgist með á Facebook.
Gerðu vafrann persónulegan
Segðu "bless" við leiðinlega vafra. Vivaldi býður þér upp á að sýna hvað í þér býr með ólíkum þemum, litum og sérsniði.
Skoðaðu hvað hægt er að gera við spjöld
Þú getur haft síður sem þú heimsækir oft og tól innan handar á spjöldum. Bættu við hvaða síðu sem er á hliðarstikuna; vinnutengdum gögnum, spjallborðum, öppum og samfélagsmiðlum. Þitt er valið!
Bless tæknirisar. Halló friðhelgi
Okkar skoðun er sú að gögnin þín tilheyri þér. Vivaldi rekur ekki ferðir þínar - við höfum ekki hugmynd um hver þú ert eða hvaða síður þú skoðar. Vivaldi er smíðaður með það í huga að verja þig fyrir óbilgjörnum rekjurum og snuðri tæknirisanna.
Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til Enginn stuðningur
Vivaldi m.v. Microsoft Edge | ||
---|---|---|
Afkastageta | ||
Flipabunkar í tveimur línum | ||
Flipastaflar | ||
Óteljandi flipar í margskiptum skjá | ||
Sérsníðanleg staðsetning flipastiku | ||
Sérsníðanleg staðsetning veffangastiku | ||
Regluleg endurhlöðun á flipum | ||
Settu upp vefsíður sem borðtölvu öpp (PWA) | ||
Sérsniðnir fjölvar | ||
Sérsníðanlegar músabendingar | ||
Sérsniðnir lyklaborðsflýtilyklar | ||
Innbyggður tímastillir og klukka fyrir aukinn fókus og skilvirkni | ||
Sérsniðin öpp og síður á hliðarstikunni í vafranum | ||
Flipar lagðir í dvala handvirkt (sparnar minni) | ||
Hvíldarhamur | ||
Innbyggður ritill fyrir minnismiða | ||
Innbyggður póstur | ||
Innbyggt dagatal | ||
Friðhelgi | ||
Innbyggð auglýsingavörn | ||
Vernd gegn rekjurum | ||
Sérsniðnir lokunar listar | ||
Örugg samstilling með dulkóðuðum lyklum | ||
Engin rakning eða njósnir um notendur | ||
Innbyggðir eiginleikar | ||
Tól til skjáskota í vafranum | ||
Einka þýðingatól fyrir heilar síður | ||
Sprettiglugga myndbönd á hvaða vefsíðu sem er | ||
Sérsniðin þemu sem hægt er að deila | ||
Breytanlegar tækjastikur | ||
Vinnur með Chrome viðbótum | ||
Settu upp sérsniðnar leitarvélar | ||
Breyttu útliti á síðum með síðuaðgerðum | ||
Innbyggður lestrarhamur | ||
Myndræn saga með tölfræðiupplýsingum | ||
Eiginleikar myndar | ||
Slökkva/kveikja á hreyfimyndum | ||
Slökkva/kveikja á niðurhali mynda |
Þessi tafla er uppfærð ársfjórðungslega til þess að endurspegla nýjustu útgáfur en endurspeglar ekki endilega nýjustu uppfærslur.
Sjáðu hvernig Vivaldi virkar
Kíktu á þetta myndband og sjáðu bara hvað Vivaldi er miklu betri en Edge.
Það er bæði einfalt og fljótlegt að skipta yfir úr Edge í Vivaldi.
Treyst af milljónum notenda
Að hafa enga utanaðkomandi fjárfesta gefur okkur frelsi til þess að hlusta á notendurna okkar og byggja með þeim vafra sem við eigum öll skilið.