Valkostur við Firefox sem er einstaklega sérsníðanlegur

Léttur, ótrúlega sérsníðanlegur vafri sem setur friðhelgi þína í fyrsta sæti (en ekki okkar hagnað).

Hlaða niður Vivaldi

Vinnur með Windows, macOS, Android og Linux.

Hvað er vafrinn þinn gæti gert allt?

Vivaldi er hlaðinn þeim eiginleikum sem þú þarfnast - þeir eru innbyggðir en afar auðvelt að slökkva á þeim. Þá má nefna breytanlegt notendaviðmót, sérsníðanlega flýtilykla og fjölva, mikilvæg öpp eins og póst, dagatal og lesara fyrir strauma. Settu hlutina upp eins og þér hentar best og afkastaðu meiru án þess að yfirgefa vafrann.

Taktu flipana þína upp á æðra plan

Við erum leiðandi í flipastjórnun. Skoðaðu til dæmis tveggja línu flipabunka sem auðvelda þér að finna nákvæmlega þann flipa sem þú þarfnast. En þar með er ekki allt upp talið.

Lesa meira

Skoðaðu margar síður í einu

Flísalögn með flipum gerir þér kleift að skoða fleiri en eina síðu í einu, hlið við hlið eða í reitum. Hentar í starfi og leik - frábært þegar verið er að kóða eða bara fylgjast með mörgum straumum í einu.

Kynntu þér málið

Búðu til þemu sem hægt er að deila

Vertu öðruvísi. Veldu sérsniða liti, veggfóður, rúnnaða flipa og fleiri stillingar. Skapaðu einstaka vafraupplifun og deildu síðan sköpun þinni með samfélaginu.

Vivaldi þemu

Gerðu vafrann að þínum

Ef þú notar Vivaldi, stjórnar þú því hvernig vafrinn þinn lítur út og hvernig hann virkar. Blandaðu saman ýmsum stillingum til þess að setja upp þinn eigin vafra.

Lesa meira

Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til Enginn stuðningur

Vivaldi m.v. Mozilla Firefox Vivaldi Firefox
Afkastageta
Flipabunkar í tveimur línum Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Flipastaflar Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Óteljandi flipar í margskiptum skjá Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Sérsníðanleg staðsetning flipastiku Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Sérsníðanleg staðsetning veffangastiku Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Regluleg endurhlöðun á flipum Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Settu upp vefsíður sem borðtölvu öpp (PWA) Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Sérsniðnir fjölvar Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Sérsníðanlegar músabendingar Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Sérsniðnir lyklaborðsflýtilyklar Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Innbyggður tímastillir og klukka fyrir aukinn fókus og skilvirkni Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Sérsniðin öpp og síður á hliðarstikunni í vafranum Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til
Flipar lagðir í dvala handvirkt (sparnar minni) Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Hvíldarhamur Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Innbyggður ritill fyrir minnismiða Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Innbyggður póstur Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Innbyggt dagatal Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Friðhelgi
Innbyggð auglýsingavörn Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Vernd gegn rekjurum Fullur stuðningur Fullur stuðningur
Sérsniðnir lokunar listar Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til
Örugg samstilling með dulkóðuðum lyklum Fullur stuðningur Fullur stuðningur
Engin rakning eða njósnir um notendur Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Innbyggðir eiginleikar
Tól til skjáskota í vafranum Fullur stuðningur Fullur stuðningur
Einka þýðingatól fyrir heilar síður Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Sprettiglugga myndbönd á hvaða vefsíðu sem er Fullur stuðningur Fullur stuðningur
Sérsniðin þemu sem hægt er að deila Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til
Breytanlegar tækjastikur Fullur stuðningur Fullur stuðningur
Vinnur með Chrome viðbótum Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Settu upp sérsniðnar leitarvélar Fullur stuðningur Fullur stuðningur
Breyttu útliti á síðum með síðuaðgerðum Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Innbyggður lestrarhamur Fullur stuðningur Fullur stuðningur
Myndræn saga með tölfræðiupplýsingum Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til
Eiginleikar myndar Fullur stuðningur Enginn stuðningur
Slökkva/kveikja á hreyfimyndum Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til
Slökkva/kveikja á niðurhali mynda Fullur stuðningur Stuðningur að hluta til

Þessi tafla er uppfærð ársfjórðungslega til þess að endurspegla nýjustu útgáfur en endurspeglar ekki endilega nýjustu uppfærslur.

Þinn vafri, þínar reglur

Engir tveir vafra á nákvæmlega sama hátt og enginn ætti að þurfa að aðlaga vinnuflæði sitt að vafranum. Kynntu þér ótrúlega sveigjanlegt notendaviðmót Vivaldi, breytanlegar tækjastikur, flýtilykla, flipastýringu o.fl.

Innbyggðir eiginleikar eru betri

Viðbætur geta hægt á vafranum þínum og valdið öryggisógn. Í Vivaldi getur þú minnkað notkun á öppum frá þriðja aðila. Í staðinn getur þú notað innbyggð tól sem eru örugg, áreiðanleg og munu aldrei að eilífu selja gögnin þín. (Við höfum ekki einu sinni aðgang að þeim.)

Haltu tæknirisunum í hæfilegri fjarlægð

Við smíðuðum Vivaldi frá grunni með friðhelgi í huga, þannig getur þú vafrað á veraldarvefrnum án þess að hafa áhyggjur af því að fylgst sé með vafrasögunni þinni eða njósnað um þig af tæknirisunum.

Treyst af milljónum notenda

Að hafa enga utanaðkomandi fjárfesta gefur okkur frelsi til þess að hlusta á notendurna okkar og byggja með þeim vafra sem við eigum öll skilið.

3 100 000+Virkir notendur
1 800 000+Samfélagsmeðlimir
0Utanaðkomandi fjárfestar

Sjáðu hvernig Vivaldi virkar

Kíktu á myndbandið til þess að sjá hvað Vivaldi er miklu betri en Firefox.

Það er sáraeinfalt að skipta yfir úr firefox í Vivaldi.

Gerðu Vivaldi að þínum

Samstilltu bókamerki, lykilorð, opna flipa o.fl. á milli borðtölvu og snjalltækja með innskráningu á Vivaldi reikninginn þinn. Þannig getur þú ávallt haldið áfram með verkefni þar sem þú skildir við þau.

Forðastu stóru tæknirisana og njóttu þess

Hlaða niður Vivaldi