
Við virðum friðhelgi þína
Við hvorki persónugreinum þig né seljum gögnin þín.
Í stafrænum heimi eru of mörg öpp (þ.m.t. vafrar) smíðuð til þess að safna eins miklum upplýsingum um þig og mögulegt er. Allt frá því að rekja vafrasögu þína að því að búa til nákvæma persónugreiningu sem byggir á netnotkun þinni og áhugamálum. Þessi gögn eru síðan seld til auglýsenda. Hvernig þessi gögn eru síðan notuð eru algjörlega í höndum kaupandans, hann vill kannski bara selja þér ákveða tegund af tannkremi en hann gæti líka reynt að hafa áhrif á skoðun þína á pólitísku málefni.
Við hjá Vivaldi erum öðruvísi. Við höfum engan áhuga á að rekja ferðir þínar eða selja gögnin þín. Það sem þú gerir í vafranum þínum er þitt mál, ekki okkar. Gögnin þín eru annað hvort geymd á þínu eigin tæki eða þau eru dulkóðuð og við sjáum þau aldrei.
Við þurfum að vita hversu margir nota Vivaldi svo við getum eflt þróun vafrans og haldið áfram að vaxa. En kerfið sem við hönnuðum telur notendur án þess að rekja ferðir þeirra á netinu.
Hvernig við teljum notendur án þess að njósna um þá
Rétt eins og önnur fyrirtæki þá er nauðsynlegt fyrir okkur að vita um fjölda notenda (já, svo við getum haldið áfram að þróa vöruna). Til þess að áætla fjölda notenda, býr Vivaldi til ID þegar vafranum er hlaðið niður. Þetta ID tryggir það að við teljum þig bara einu sinni, jafnvel þótt þú setjir vafrann upp aftur eða notar marga prófíla á sama tæki. ID er einungis notað til þess að telja notendur og er ekki tengt við önnur gögn. Það rekur ekki ferðir þínar á netinu né fylgsist með því hvernig þú notar vafrann.
Við klippum IP-töluna sem við fáum frá þér en getum samt sem áður séð hvar þú ert í heiminum. Það hjálpar okkur að beina vinnu okkar að réttum löndum og tungumálum svo upplifun þín verði betri. Við gætum ekki staðsett okkur niður á ákveðinn notanda þó við vildum það. Til dæmis, ef þú býrð á Breiðgötu 197 á Kópaskeri þá myndum við aðeins sjá að það er 1 notandi í viðbót á Íslandi.
Við söfnum líka ýmsum tæknilegum upplýsingum, eins og t.d. hvaða CPU, skjáupplausn og stýrikerfi þú notar. Þessar upplýsingar auðvelda okkur að uppfæra Vivaldi á tækjum sem notendur hafa, en segir okkur ekkert um þína persónulegu hagi.
Okkar markmið er að vera eins gagnsæ og mögulegt er. Við geymum ekki gögn um hvar þú vafrar og við seljum engin gögn til þriðja aðila. Við vinnum ekki þannig.
Ástæða þess að við bættum inn rekjaravörn
Þessi eiginleiki stöðvar óviðkomandi í því að rekja ferðir þínar á netinu og hamstra um leið persónulegar upplýsingar um þig í annarlegum tilgangi. Rekjarar eru alls staðar, þeir eru óendanlega margir, en rekjaravörnin okkar stendur vörð um friðhelgi þína þegar þú vafrar.
Að sjálfsögðu geta rekjaravarnir ekki stöðvað alla rekjara en okkur fer stöðugt fram. Ef þú rekst á rekjara sem kemst í gegn, láttu okkur þá vita og við reynum að góma hann.
Við hjá Vivaldi erum einhuga í því að láta þig stjórna eigin vafraupplifun, án þess að friðhelgi þinni sé ógnað á netinu. Hversu margir vafrar geta haldið því fram fullum fetum?