Við virðum friðhelgi þína
Margar síður vilja safna eins miklum upplýsingum um þig og þær geta. Af hverju? Það þjónar viðskiptahagsmunum þeirra. Mörg vafrafyrirtæki hugsa eins. Ertu hissa?
Mörg forrit fylgjast með notendum sínum, greina persónuleika, og selja til auglýsenda. Það er kostnaður notandans við að fá "ókeypis" forrit.
En ekki Vivaldi. Í sannleika sagt höfum við engin not fyrir gögnin þín.
Síðurnar sem þú heimsækir, það sem þú slærð inn í vafrann, það sem þú sækir - við höfum engan áhuga á því og engan aðgang að því. Það er annað hvort bara geymt á þinni vél eða er dulkóðað.
Við höfum engin gögn til að selja.
Við viðurkennum alveg að við erum forvitin um hvernig þú notar Vivaldi (t.d. hver er uppáhalds eiginleikinn þinn). En frekar en að rekja slóð þína á ógnvekjandi hátt, finnst okkur betra að spyrja þig um leyfi. Já, við erum skrítin.
Að mæla notkun án þess að rekja
Eins og önnur fyrirtæki, þá þurfum við vita hve marga notendur við höfum (annars getum við ekki haldið áfram).
Við höfum um skeið, reitt okkur á einkvæma beiðni um talningu sem er gerð frá þinni vél. Sú beiðni segir okkur: "Þetta er notandi sem við höfum séð áður".
Nú er það á leið út. Jafnvel þetta smáræði er of mikið fyrir okkur. Við viljum ekki fá neitt "einkvæmt" frá vélinni þinni.
Við erum núna að vinna að nýrri lausn. Það mun kosta tíma og fyrirhöfn en kemur að endingu.
Við erum að smíða það inn í vafrann með C++ og getum þá birt það með okkar forritaskrám svo þú getir farið yfir og sannreynt að það geri það sem til er ætlast.
Við klippum IP-töluna sem við fáum frá þér en getum samt sem áður séð hvar þú ert í heiminum. Það hjálpar okkur að beina vinnu okkar að réttum löndum og tungumálum svo upplifun þín verði betri. Við gætum ekki staðsett okkur niður á ákveðinn notanda þó við vildum það.
Við vitum líka hvaða útgáfu af Vivaldi þú ert með, hvernig örgjörva, hvaða stýrikerfi, og hvaða skjáupplausn. Þetta telst nú varla mikið.
Við notum örfá utanaðkomandi stoðkerfi fyrir sumt af því sem þú gerir með vafranum. Hafðu það í huga og farðu alltaf varlega þegar þú bætir viðbótum inn í vafrann.
Ástæða þess að við bættum inn rekjaravörn
“76 prósent vefsíða innihalda falda rekjara frá Google.”
Þú hefur líklega séð að við tölum fjálglega gegn ónauðsynlegum rekjurum og gagnasöfnurum. En, ótrúlegt en satt, þeir hafa ekki hlustað. Fjöldi þeirra er kominn upp úr þakinu. Það eru milljaraðar rekjara á sveimi.
Því höfum við saumað rekjaravara inn í vafrann okkar. Hann verndar þig gagnvart rekjurum sem eru alls staðar á sveimi og elta þig hvert sem þú ferð á netinu og safna upplýsingum um þig.
Auðvitað viljum við að rekjaravarinn okkar grípi alla rekjara sem elta þig, en það verða alltaf vefsíður sem komast framhjá honum. Ef þú finnur rekjara, ertu þá til í að láta okkur vita?
Já, við erum að smíða Vivaldi algjörlega lausan við rekjara sem virða ekki friðhelgi þína.
Hvað erum mörg forrit sem standa undir því?
Lesa meira
Hvernig teljum við notendur
Friðhelgisskilmálar Vivaldi
Að greina og skilja netnotkun Vivaldi