Proton VPN fyrir Vivaldi
Tryggðu tenginguna þína, verndaðu friðhelgi þína á netinu og fáðu þægilegan aðgang að hnattrænu efni beint frá Vivaldi, drifið af Proton VPN.


Feldu IP veffangið þitt
Proton VPN fyrir Vivaldi er hraðvirk og áreiðanleg VPN þjónusta sem ver friðhelgi þína á netinu með því að fela rétt IP veffang.
Lokaðu á spilliforrit
DNS síun Proton kemur í veg fyrir tengingar við óæskileg lén og lokar á spilliforrit.
Aðgangur að hnattrænu efni
Þegar þú ert tengd/ur við Proton VPN netþjón, færðu aðgang að vefsíðum, efni og þjónustum sem geta verið lokaðar eða takmarkaðar á þínu svæði.
Öflug dulkóðun
Proton VPN notar opna, dulkóðaða staðla eins og AES-256 og ChaCha20 í öruggustu stillingum.
Friðhelgi sem þú getur treyst á
Proton skráir alls enga atburði hjá sér og VPN samskipti þeirra byggja á opnum dulkóðunarstaðli. Það tryggir að það sem þú gerir á netinu fer ekki lengra.
Háhraða netþjónar
10 Gbps net Proton og þeirra einstaki VPN hraðall auka hraða VPN samskiptanna um allt að 400% ásamt því að tryggja öruggustu dukóðun og vörn.

Innbyggt í Vivaldi
Proton VPN fyrir Vivaldi er innbyggt í borðtölvuvafrann. Opnaðu bara stillingar í vafranum, virkjaðu Proton VPN fyrir Vivaldi og byrjaðu strax að vafra í einkaham.


Gera friðhelgi sjálfgefna
Proton var stofnað í Sviss árið 2014 af vísindamönnum sem hittust hjá Evrópsku kjarnarannsóknastofnuninni (CERN). Framtíðarsýn þeirra er að byggja upp internet þar sem friðhelgi er sjálfgefin í gegnum vistkerfi þjónustu sem er aðgengileg öllum, alls staðar, á hverjum degi.

Svar Evrópu við friðhelgi á netinu
Á tímum þar sem tæknirisarnir eru alls ráðandi, eru Vivaldi og Proton fulltrúar evrópskra markmiða um stafrænt sjálfstæði, friðhelgi og gagnsæi. Með því að velja Proton og Vivaldi ertu að ganga til liðs við vaxandi hreyfingu sem telur að friðhelgi sé grundvallarréttindi, ekki forréttindi.
Algengar spurningar
-
Hvernig virkar Proton VPN fyrir Vivaldi?
Proton VPN verndar friðhelgi þína á netinu með því að fela raunverulegt IP tölu þína. Ef staðsetning þín er falin er mun erfiðara að fylgjast með þér á netinu, hefta hvað þú gerir eða selja upplýsingar um þig til auglýsenda.
-
Hvernig set ég upp Proton VPN fyrir Vivaldi?
Proton VPN for Vivaldi is ready to go out of the box. However, this is an opt-in feature and is not pre-installed, so the first thing you need to do is to click the VPN button in your toolbar. Then you only need to sign in with your Vivaldi account to get going. If you don’t have an account you can create one.
-
Er Proton VPN fyrir Vivaldi ókeypis?
Já. Proton VPN fyrir Vivaldi er ókeypis án auglýsinga, ám takmörkunar á gagnamagni og án atburðaskráninga. Sumir eiginleikar eru aðeins fáanlegir í Proton VPN Plus áskrift.
-
Hversu öruggt er Proton VPN fyrir Vivaldi?
Öll Proton VPN netumferð er dulkóðuð með annað hvort AES-256 eða ChaCha20 og Proton notar öflugar VPN samskiptareglur eins og WireGuard® og OpenVPN.
-
Get ég notað Proton VPN fyrir Vivaldi í símanum?
Í augnablikinu er Proton VPN fyrir Vivaldi einungis í boði fyrir borðtölvur. Við vonumst til þess að bæta því í farsíma í framtíðinni.
-
Er löglegt að nota Proton VPN?
Notkun VPN er lögleg í flestum löndum, en sumar þjóðir takmarka eða banna notkun á VPN. Kynntu þér Proton reglurnar í ólíkum löndum í VPN leiðbeiningar.