Svona er best að aðlaga Vivaldi vafrann á Linux

Vivaldi vafrinn passar vel inn í mismunandi Linux útgáfur. Láttu þínum viðskiptavinum líða vel með því að bæta Vivaldi inn í þitt Linux.

Hlaða niður Vivaldi
Talaðu við forritarana hjá Vivaldi

Þessi vafri á heima í þinni Linux útgáfu

Vivaldi er ekki eins og aðrir vafrar. Hann hafnar hugbúnaði tæknirisanna sem gerir ráð fyrir að sama stærð henti öllum, heldur setur notandann í fyrsta sæti.

Allt er sérsníðanlegt í Vivaldi og vafrinn er smíðaður með það að leiðarljósi að notandinn eigi rétt á friðhelgi og öryggi - rétt eins og í Linux.

Vivaldi vafrinn er hannaður frá grunni fyrir Linux. Það var ekki gert eftirá. Það er einfalt að nota Vivaldi í þinni uppáhalds Linux útgáfu. Þannig getur þú notið allra hinna einstæðu eiginleika í einum aðgengilegum pakka.

3.1m
Heildarfjöldi notenda
1.8m
Samfélagsmeðlimir
12%
Notendafjöldi Linux
2
Vivaldi fyrir Linux útgáfur


Tvær leiðir til að þátta Vivaldi inn

Fyrir últra sérsníðanlegt vafur má þátta Vivaldi inn í þína Linux útgáfu á tvo vegu: gera hann að vafra stýrikerfisins eða að vafra glugga-umhverfisins.

Láttu Vivaldi sjá um allt vafur á tölvunni þinni

Með þessum valmöguleika getur þú gert Vivaldi að alhliða vafra fyrir alla reikninga. Það mun vafalaust veita nýjum notendum Linux útgáfa kunnuglega upplifun, en samt með öllum eiginleikum Vivaldi vafrans.

Þátta inn í glugga-umhverfið

Þessi valmöguleiki hentar vel ef þú ert að vinna með Linux útgáfu sem notar mörg glugga-umhverfi. Hér getur þú sésniðið Vivaldi fyrir samþáttun í hvert glugga-umhverfi (DE), og þar með boðið upp á sveigjanleika samhliða því að hafa heildstæða upplifun á þinni Linux útgáfu.




Sérsníðum Vivaldi fyrir Linux útgáfuna þína

Hvort sem þú ert Linux stjórnandi eða venjulegur Linux notandi, þá hefur Vivaldi allt sem þú þarft til þess að sérsníða vafrann að þínum þörfum.

Sérsniðin þemu

Byrjaðu á því að sérsníða sjálfgefið vafraþema. þetta er frábær leið til þess að láta Vivaldi líta út fyrir að tilheyra Linux útgáfunni þinni (þannig verður hann í sama stíl og Linux útgáfan þín).

Hvort sem þú ert að leita að leið til þess að koma litaspjaldinu þínu yfir á Vivaldi eða bæta við litum sem tóna við núverandi útlit, þá erum við með lausnina.

Sérsniðnar leitarvélar

Næst getur þú bætt við sérsniðnum leitarvélum í Vivaldi og ákveðið hver þeirra verður sjálfgefin fyrir Linux notendurna þína.

Til dæmis, ef þú vilt hafa DuckDuckGo sem sjálfgefna leitarvél, þá getur þú gert það með þessari aðferð.

Sérsniðin bókamerki

Að lokum, þá getur þú bætt við sérsniðnum flýtileiðum eða bókamerkjum svo notendur geti auðveldlega nálgast þær síður sem eru mikilvægar fyrir þitt Linux.

Ef safn bókamerkja var sérstaklega búið til fyrir Linux útgáfuna þína, er hægt að nálgast þau á upphafssíðunni og í öllum eldri bókamerkjamöppum.




Elskaður af öllum, allt frá Linux stjórnendum til almennra Linux notenda

In our repos, Manjaro always provides the very latest version of Vivaldi, and thanks to direct developer contact we are now also able to include matching default themes for our editions.
Co-CEO of Manjaro GmbH & Co. KG, Bernhard Landauer

Siôn Hughes@sionwhughes

Replying to @jonsvt and @vivaldibrowser
Keep up the great work. As a Linux user in a Microsoft heavy technology company, I use Vivaldi a LOT for Teams, Outlook Email & Calendar, and it all just works so much better than it did in Firefox.

🌈Pavan { Full Stack Dev }@PavanGayakwad

@vivaldibrowser I am surprised to find your in-browser email client so much better than the #Linux email clients I have tested so far, specially the conversation view 🙌 and the quick commands makes is such an ease! you guys nailed it!

Panos Sakalakis@meymigrou

Replying to @ManjaroLinux
For me @vivaldibrowser is my first stop whenever I install any distro (mostly Manjaro). It's private, has tons of customizations options, you can modify it as you feel, and looks beautiful in both Gnome & KDE.

The Uncle Mez 🇨🇬@TheUncleMez

Replying to @vivaldibrowser
Good achievement ! Someone on a known #Linux project said:
Best way to survive Firefox!
sudo eopkg install vivaldi-stable
sudo eopkg install vivaldi-snapshot
😉😉😉

bernhardhimself@bernhardhimself

The team at @vivaldibrowser are always innovating and improving. If you haven't tried their browser yet, you are definitely missing out.

ArgFanZA@OtsM8

Replying to @vivaldibrowser
I love Vivaldi its my go to browser on Linux most of my work is done in the browser I even code using #SapWebIde so the browser is my most important app choice #IChooseVivaldi




Af hverju Vivaldi er fullkominn fyrir Linux

Mjög sérsníðanlegur

Vivaldi er vafrinn sem leyfir þér að búa til þitt eigið vinnuflæði sem algjörlega þitt, með sérsníðanlegum flýtilyklum, bendingum og valmyndum. Breyttu stöðu, stærð og birtingu á viðmóti vafrans til þess að hann virki nákvæmlega eins og þú vilt.

Innbyggðir eiginleikar

Linux notendur eru skrýtnar skrúfur, en við getum þó sammælst um eitt: Frumlegir og öðruvísi eiginleikar skipta máli. Þess vegna er Vivaldi vafrinn hlaðinn eiginleikum sem höfða til Linux notenda og gerir vafrann fýsilegann fyrir alla þá sem vilja stjórna sjálfir vafra upplifun sinni.

ARM stuðningur

Vivaldi vill gera öllum Linux notendum jafn hátt undir höfði og tryggja að við öll getum nýtt okkur allt það nýjasta í vafranum. Við erum því stolt af því að vera einn af fáum vöfrum sem er í boði fyrir Linux á ARM örgjörvum. Pakkarnir eru til bæði á DEB og RPM formi og því hægt að setja upp á hvaða Linxu útgáfu sem er.

Friðhelgi í fyrirrúmi

Vivaldi er smíðaður með friðhelgi og öryggi að leiðarljósi. Okkar skoðun er sú að ónauðsynleg gagnasöfnun sé hættuleg, þannig að við rekjum ekki ferðir þínar í netheimum. Þess í stað leggjum við áherslu á að smíða vafra þar sem þú ert við stjórn!




Okkar sýn

Allt frá "ein stærð fyrir alla" til þess að notandi getur sérsniðið næstum allt

Við trúum af öllu hjarta á valfrelsi, þess vegna smíðuðum við Linux vafra sem höfðar til allra. Allt frá þeim sem vilja hefðbundna vafraupplifun með kunnuglegu viðmóti, til þeirra sem kjósa eitthvað nýstárlegt og einstakt.

Jon Stephenson von Tetzchner, Vivaldi CEO.

Forðastu stóru tæknirisana og njóttu þess

Hlaða niður Vivaldi