Búið er að uppfæra vafrann þinn
Búðu til vafrann sem þú raunverulega vilt og stjórnaðu flipunum þínum með flipahnappinum.
Vivaldi + sérsnið = Hraði.
Nýtt í þessari útgáfu
Flipastiku sérsnið
Við höfum gert flipastikuna fullkomlega sérsníðanlega, því þegar allt er á sínum stað, ferðastu hraðar!
Til að prófa þetta, hægrismelltu á hvaða hnapp sem er og veldu „sérsníða tækjastiku“. Þú getur dregið allt mögulegt inn á flipastikuna, endurraðað því sem þegar er til staðar eða fjarlægt það sem þú vilt ekki nota. Vafrinn er þinn!
Flipahnappurinn
Betri flipastjórnun! Flipahnappurinn gerir þér kleift að leita í opnum flipum, samstilltum flipum, og nýlega lokuðum flipum, allt í einu viðmóti. Þú getur valið flokkana sem þú vilt sjá með því að opna þriggja punkta valmyndina. Hannað fyrir þig svo þú getir stjórnað öllum þínum flipum.
Skýrari valmyndir
Við höfum tekið til í og endurraðað valmyndum til að flýta fyrir þér. Nýja fyrirkomulagið hyglir grundvallaraðgerðum svo þú eyðir minni tíma í að leita og meiri tíma í að gera.
Lykilorð fyrir leit í veffangastikunni
Nú getur þú leitað í ákveðnum grúppum, beint úr veffangastikunni. Sláðu inn @t til að fara beint í opinn flipa eftir nafni (tabs), @b fyrir leit í bókamerkjum (bookmarks) og @h fyrir leit í vafrasögu (history).
Uppfærsla á auglýsingavörn
Nýju sprettigluggareglurnar loka sjálfkrafa lúmskum flipum eða gluggum sem reyna að selja þér eitthvað. Þær vakta þekktar auglýsingar en skipta sér ekki af löglegum síðum. Þetta gefur betri stjórn á hugsanlegum truflunum!
Strokubendingar í Windows
Nú er hægt að nota snertiflötinn eða strokur til að fara fram og til baka, sem smellpassar við músarbendingar og lyklaborðsflýtilykla. Hendurnar velja bara þægilegustu hreyfinguna.
Sneggri skipti yfir á flipa í dvala
Við höfum gert nokkrar fínstillingar á bak við tjöldin til þess að einfalda þér lífið. Það tekur nú styttri tíma að opna flipa í dvala sem þýðir að nú er hægt að geyma bakgrunnsvinnu án þess að gjalda fyrir það þegar þú hefst handa aftur.
Styrktu okkur í þágu betri veraldarvefs
Við erum til fyrir þig og vegna þín; og þú getur hjálpað okkur að vaxa. Þitt framlag styður baráttuna um betri veraldarvef og eflir Vivaldi í að verða öflugri, persónulegri og meira prívat.