Búið er að uppfæra vafrann þinn
Skrunaðu til þess að sjá nýjungar
Allir flipanir þínar, skipulagðir, hvar sem þú þarft á þeim að halda
Aðgangur að flipum úr öðrum tækjum er nú nánast áreynslulaus. Opnaðu gluggaspjaldið eða smelltu á flipahnappinn og þú munt sjá nákvæmlega hvað er opið á hinum samstilltu tölvunum þínum. Hvort sem þú vilt bara einn flipa eða allt vinnusvæðið sem þú bjóst til í morgun, eða kannski vilt þú alla rannsóknarflipana sem þú settir í bunka?
Þegar þú opnar samstillt efni færðu ekki bara lista yfir einstaka flipa. Þú getur birt heila glugga með allri uppbyggingu þeirra óbreyttri.
Þú ræður þinni upphafssíðu
Græjur og hraðval sameinast nú í einni sameinaðri upplifun á forsíðunni. Uppáhalds síðurnar þínar ásamt rauntíma upplýsingum úr græjum gera mælaborðið persónulegt og einstakt.
Þú getur sérsniðið eins marga hraðvalshópa og ÞÚ telur nauðsynlega. Bættu við græjum, dragðu þær til, breyttu stærð þeirra, hafðu hraðvalsmöppur í bland og upphafssíðan verður eins og þú vilt hafa hana.
Friðhelgi sem þú getur séð
Við höfum uppfært friðhelgismælaborðið með nýrri og betri hönnun sem auðveldar að skilja nákvæmlega hvað Vivaldi er að gera til að vernda þig.
Uppfærða friðhelgismælaborðið gefur þér góða yfirsýn yfir rekjara og auglýsingar sem lokað er á og þann tíma sem þú hefur sparað með því að hlaða ekki niður ágengu efni. Þetta veitir þér betri yfirsýn yfir hvað það er miklu betra að vafra með vörn.
Hafðu stjórn á afköstunum
Nú er nýr kafli í stillingum fyrir afköst sem inniheldur stillingar fyrir minnismeðhöndlun. Þú getur því ákveðið hversu frekur Vivaldi má vera á minni fyrir óvirka flipa.
Hvort sem þú ert með fullt af opnum flipum eða kýst að hafa fáa, þá leyfa þessar stillingar þér að samstilla afköst við vafravenjur þínar.
Betrumbætur á póstspjaldi
Nú lítur póstspjaldið líka betur út. Við gerðum nokkar sjónrænar endurbætur til að bæta skýrleika og notagildi, sem gerir það auðveldara að vinna með tölvupóstinn beint úr vafranum. Smá úrbætur sem gera daglega notkun örlítið þægilegri.
Geir, aðal póstgæinn okkar, orðar það svona: „Þetta er miklu flottara, miklu skýrara og skipulagðara.“ Það er ekki hægt að deila um það!
Skýrari Um-síða
Stundum verðskulda jafnvel smáatriðin athygli. Um-síðan var endurhönnuð og er nú flottari og glæsilegri.
Nýja Um-síðan er nú orðin frísklegri og meira upplýsandi. Þetta eru kannski smáatriði, en þessar litlu breytingar bæta heildarupplifunina. Þegar þú þarft upplýsingar um vafrann þinn finnur þú þær þarna.
Nýjar mjúkvörur
Við bjuggum til varning sem segir það sem við erum öll að hugsa. Vivaldi búðin 2.0 er komin í loftið með nýjum fatnaði sem er hannaður fyrir þig. Þú getur sótt sérstakan afsláttarkóða á Vivaldi Social.
