Búið er að uppfæra vafrann þinn

Við erum að smíða vafra sem er hannaður til þess að þjóna þér; Þínu vali, hvernig þú vafrar og þinni friðhelgi.

Ef þú elskar Vivaldi væri tilvalið að styrkja okkur.
Þitt framlag skiptir miklu máli í baráttunni fyrir betri vef!

Styðja Vivaldi
Skrollaðu til þess að sjá nýjungar

Hérna eru nýjungarnar í 7.5

Flipabunkar sem birtast í lit

Flipabunkar hafa alltaf verið öflugur eiginleiki í Vivaldi. Snjallari leið til að flokka tengda flipa og halda skipulagi á hlutunum. Með Vivaldi 7.5, geturðu haft sérsniðinn lit á hverjum flipabunka, sem auðveldar þér að finna verkefni, ferðaáætlanir eða bara hvað sem er.

Nýr efnisvalmynd fyrir flipa

Við höfum hreinsað til og endurskipulagt flipa efnisvalmyndina, sem er nú hraðvirkari og þægilegri að vinna með. Opnaðu nýja flipa, sýslaðu með bunka eða færðu þig á milli glugga á hraðvirkari og einfaldari hátt.

Nú er allt farið að slípast saman, þó kafað sé undir yfirborðið

  • Veffangsstika: Búið að lagfæra óskýran fókus, hik í tillögum og skringileika í fellivalmynd
  • Auglýsingalokun: Styður nú "badfilter", "strict3p", og "strict1p" reglur
  • Bókamerki og minnismiðar: Betri draga-og-sleppa aðferð, með skýrari endurgjöf
  • Tölvupóstur og dagatal: Snjallari þræðir, meðhöndlun boða og almenn fínpússun
  • Mælaborð og græjur: Útlitsbreytingar, betra gagnsæi og auðveldara að draga og sleppa
  • Flýtiskipanir: Sýna nú samstillta flipa og meðhöndla villur betur
  • Stillingar: Notendaviðmót betra alls staðar, allt frá DNS-inntaki að sýnileika regla á vinnusvæðum
  • DNS: Nú er hægt að skilgreina sérsniðna DNS-veitu bara fyrir vafrann, með stuðningi við DNS yfir HTTPS