Búið er að uppfæra vafrann þinn
Vivaldi auðveldar nú lestur, leit og fjölbeitingu.

Leshamur
Vefurinn getur verið hávaðasamur staður. Lestrarviðmótið lækkar hljóðmengun svo þú getir einfaldlega lesið. Opnaðu grein og ýttu á lestrartáknið í veffangastikunni. Stilltu þema, birtustig, leturgerð og stærð í glugganum. Komið. Vafrinn þinn, þínar reglur.

Sérsniðnar leitarvélar
Við viljum hafa val. Þú ættir að geta leitað hvar sem þú vilt, ekki bara þar sem einhver annar vill að þú leitir. Nú geturðu bætt við þínum eigin leitarvélum, gefið þeim gælunöfn og jafnvel gert þá sem er í uppáhaldi að sjálfgefnu leitarvélinni þinni.

Flipastaflagluggi í flipaskiptinum
Flipastaflar eru einn af aðaleiginleikum Vivaldi og gera þér kleift að flokka tengda flipa saman. Til að fá enn betri yfirsýn mun flipaskiptirinn nú sýna sérstakan glugga fyrir flipastafla.

Forskoðun hlekkja
Haltu lengi inni hvaða hlekk sem til þess að forskoða síðuna. Þú getur síðan valið að opna hana í nýjum flipa, í bakgrunni, í nýjum stafla eða í einkaflipa.

Styrktu okkur í þágu betri veraldarvefs
Við erum til fyrir þig og vegna þín; og þú getur hjálpað okkur að vaxa. Þitt framlag styður baráttuna um betri veraldarvef og eflir Vivaldi í að verða öflugri, persónulegri og meira prívat.