Vivaldia er ókeypis retró tölvuleikur í Vivaldi vafranum.
Vivaldia 1 er bara í boði á Vivaldi vafranum.
Vivaldia 2 er líka í boði á Steam.
Allt var kyrrlátt og hljótt þar til dag nokkurn …
Vivaldia vaknar og kemst að því að risastórar, illvígar vélar hafa tekið yfir friðsælu borgina hennar og ætla sér að breyta borgarbúum í númer. Ef mannfólkið berst ekki gegn þessum vágestum, er framtíðin svört.
Þegar Vivaldia stendur andspænis ranglæti, eflist hún og sigrar óvininn. Hún berst fyrir frelsi mannfólksins í borginni.
Vivaldia hjólar á vélknúna rafmagns einhjólinu sínu sem hún kallar Hjólapönkarann. Vivaldia sigrast á illvígu vélunum. Á stundum virðist baráttan vonlaus en með hugrekki og baráttuvilja, sigrar Vivaldia. Hið illa tapar orrustunni og mannfólkið endurheimtir borgina sína og framtíðina. Vivaldia sigrar hjörtu fólksins.
Sagan heldur áfram…
Vivaldia er flutt yfir í Týnda dalinn þar sem hún verður að halda áfram að berjast við ill öfl. Hún tekur þátt í æsilegum ævintýrum, berst við vélmenni og forsögulegar risaeðlur. Vivaldia þarf að bjarga nýja heiminum, í þetta sinn úr klónum á hinu illgjarna vélmenni Overlord.
Vivaldia stendur frammi fyrir vægðarlausum og illskeyttum vélmennum og berst í gegnum illfæra og háskalega frumskóga, glóandi hraunbreiður og víðsjálverð fúafen. Enn og aftur stendur Vivaldia frammi fyrir óyfirstíganlegri áskorun.
Með örlög þjóðar sinnar í hendi sér - mun Vivaldia standa undir væntingum?
Spilaðu Vivaldia 2Besti vafrinn fyrir tölvuleikjaspilara
Vivaldi er hlaðinn eiginleikum nútíma vafra, en er líka með mikið af innbyggðum tólum sem gerir það að verkum að vafur verður einfaldara, hraðvirkara og skemmtilegra.
Þetta eru forritararnir
Vivaldi er stolt af samstarfinu við Porcelain Fortress Porcelain Fortress , fyrirtæki sem hannar og þróar tölvuleiki í Reykjavík á Íslandi. Porcelain Fortress lítur til leikjasala og -tölva gærdagsins fyrir innblástur. Frá þessum rótum skapa þau nýjar og spennandi upplifanir með tækni morgundagsins.
Á níunda og tíunda áratugnum voru starfsmenn Porcelan Fortress að vaxa úr grasi og þá var tölvuleikjaiðnaðurinn líka að dafna og þróast hratt með hráum, hröðum, einföldum leikjum. Fyrsti Vivaldia leikurinn fær lánaðar hugmyndir frá Atari leikjum á borð við Pitfall og Jungle Hunt. En í nýja Vivaldi leiknum viljum við mæra DOS Shareware leiki og gamla Sega og Nintendo leikjatölvuleiki sem við spiluðum í æsku.
Um Vivaldi
Vivaldi er öflugur, persónulegur og prívat vafri sem aðlagar sig að þínum þörfum en ekki öfugt.
Vivaldi er sveigjanlegur og sérsníðanlegur vafri og leggur áherslu á að bjóða upp á bestu hugsanlegu vafraupplifun á hvaða tæki sem er. Nú þegar í boði á stýrikerfum eins og Windows, Mac, Linux, Raspberry Pi, Android og Android Automotive.
Það er einkum tvennt sem við leggjum áherslu á: friðhelgi er sjálfgefin og allt er val. Þetta felur í sér að búa til vafra sem er stendur vörð um friðhelgi og rekur ekki ferðir þínar á netinu. Vivaldi trúir því að friðhelgi og öryggi eigi að vera reglan í hugbúaði, ekki undantekningin.