Vinnusvæði
Vinnusvæði eru ný leið til þess að skipuleggja flipana þína - og vinnuflæðið þitt - í Vivaldi.
Hvað eru vinnusvæði?
Með vinnusvæðum getur þú flokkað flipa og flipabunka í ólík vinnusvæði. Með einum smelli getur þú skipt um sýn í sama glugga. Skipuleggðu vinnuna þína, forðastu ringulreið og afkastaðu meiru.
Líkt og í flipabunkum þá er hægt að flokka flipa saman í vinnusvæðum. Munurinn felst í því að þegar vinnusvæði er valið til þess að skoða, sérðu einungis flipana í þeim flokki á skjánum.
Hvað er svona sérstakt við vinnusvæði?
Tja, í fyrsta lagi þá eru ekki vinnusvæði í öllum vöfrum. En aðal málið er að vinnusvæðin í Vivaldi er hægt að nota með flipabunkum.
Og, ólíkt vinnusvæðum í öðrum vöfrum er líka hægt að flísaleggja með flipum innan vinnusvæða. Skiptu glugganum upp í tvær eða fleiri síður til þess að einfalda vinnuna þegar unnið er með marga flipa í einu. Þetta eykur afkastagetuna til muna.

Hvernig byrja ég að nota vinnusvæði?
Smelltu bara á vinnusvæða hnappinn á flipastikunni eða notaðu flýtiskipun. Veldu Nýtt vinnusvæði og gefðu því heiti. Ef þú vilt þá getur þú bætt við tákni eða sérsniðinni táknmynd.
Settu vinnusvæða hnappinn þar sem þér hentar - á flipastikuna eða veffangastikuna, sem sér spjald eða á stöðuslána. Bara þar sem hentar þér best.

Það er leikur einn að hoppa á milli vinnusvæða og það er hægt að gera á margvíslegan hátt. Smellu á vinnusvæða hnappinn eða notaðu flýtiskipanir eða flýtilykla.
Vinnusvæða valmyndin sýnir hvað það eru margir flipar í hverju vinnusvæði.

Til þess að færa flipa eða flipabunka yfir á annað vinnusvæði, dregur þú það yfir á nýtt vinnusvæði með efnis valmyndinni eða dregur og sleppir á gluggaspjaldinu.
Gluggaspjaldið gefur yfirlit yfir vinnusvæðin þín og flipabunkana sem tilheyra þeim. Teljarar sýna fjölda flipa og flipabunka í hverju vinnusvæði og fjölda flipa í hverju bunka.
Þegar þú lokar vafranum, eru vinnusvæðin þín vistuð sjálfkrafa. Vinnusvæði sem eru búin til í einkaglugga eru fjarlægð um leið og einkaglugganum er lokað.

Hvernig get ég notað vinnusvæði?
Þú getur notað vinnusvæði fyrir eins marga flokka og þér dettur í hug. En hér eru nokkur dæmi um hvernig þú getur bætt vinnuflæðið þitt og hjálpað þér að vafra betur.

Vinna
Flokkaðu ólík verkefni í vinnusvæði og bættu flipabunkum í þau til þess að hafa skipulag á vinnunnni. Margskiptur skjár gerir það að verkum að þú þarft ekki að hoppa endalaust á milli flipa.

Leikir
Flokkaðu leikjatengda flipa í vinnusvæði og notaðu flipabunka til þess að koma skipulagi á leikina og spjallið. Ef þið langar að fá yfirlit yfir allt í einu getur þú notað flísalögn með flipum.

Ferðalög
Komdu skipulagi á hótelin, flugið, samgöngur á jörðu niðri, áhugaverða staði o.fl. Flipabunkar eru fullkomnir þegar þú þarft að flokka betur og flísalögn með flipum er frábær leið þegar þú þarft að bera saman verð.

Rannsóknir
Flokkaðu verkefnin þín í vinnusvæði og bættu við flipabunkum til þess að hafa skipulag á rannsóknunum þínum. Margskiptur skjár sparar tíma sem annars færi í að smella fram og til baka á flipa um leið og þú ert að vinna.

Íþróttir
Ekki missa af neinu með því að flokka saman á einum stað, uppáhalds íþróttarásirnar þínar. Notaðu flipabunka til þess að koma skipulagi á hlutina. Og ef þú vilt fá yfirsýn yfir allar rásir, getur þú flísalagt með flipum og ekker fer fram hjá þér.

Fréttir
Flokkaðu ólíkar fréttaveitur í vinnusvæði og bættu við flipabunkum til þess að koma skipulagi á greinarnar og myndböndin. Tvískiptur eða margskiptur skjár gerir þér kleift að fylgjast með hvað er að gerast.