Vivaldi þýðingar
Vafrinn okkar er hannaður með friðhelgissjónarmið að leiðarsljósi, það á líka við um Vivaldi þýðingar sem keyra á Lingvanex. Í Vivaldi er auðvelt að þýða síður á augabragði án þess að nota snuðrandi viðbætur frá þriðja aðila.

Brjóttu tungumálamúrinn
Þýðingar eru innbyggðar í Vivaldi. Þannig getur þú þýtt valinn texta eða heilu vefsíðurnar yfir á 108 önnur tungumál með einum hnappasmelli.

Tryggari og öruggari þýðingar
Þýðingarvélin er hýst á öruggan hátt á Vivaldi netþjónum á Íslandi. Það þýðir að engar þriðja aðila þjónustur koma við sögu. Þanngi hefur engin aðgang að þínum einkaþýðingum, ekki einu sinni við.

Hraðvirkar þýðingar á hliðarstikunni
Sérstök þýðingastika þýðir sjálfvirkt valda texta á augabragði og veitir þér aðgang að þýðingarsögunni þinni.

Þýðingarnar okkar virka á Windows, Linux, macOS og Android. Þú getur notið þess að þýða fumlaust heilu síðurnar á öllum tækjum og tólum, með sömu virkni og í Vivaldi þýðingum fyrir borðtölvur.
Sérsniðnir þýðingamöguleikar




Um Lingvanex
Vivaldi er samstarfsaðili Lingvanex sem hjálpar milljóum notenda að brjóta tungumálamúrinn án þess að fórna öryggi og friðhelgi. Lingvanex býður upp á hágæða, öruggar vélþýðingar á textum, röddum, skjölum og vefsíðum á yfir 200 tungumálum. Þjónustan nær til einstaklinga og fyrirtækja á Cloud API formi á staðbundnum netþjóni eða forritum. Nánari upplýsingar um öryggismál sem tengjast vélþýðingalausnum má finna á heimasíðu Lingvanex.
Lingvanex
Þýða vefsíður


Þýða skjöl

Ský API

Vélþýðing