Hafðu stjórn á flipunum þínum
Láttu vaða. Opnaðu eins marga flipa og þér sýnist.
Innbyggð tól gera þér fært að hafa fulla yfirsýn.
Tökum flipa upp á æðra plan, í orðsins fyllstu merkingu
Flokkaðu flipana þína í flipabunka á tveggjalaga flipastikum. Bunkar eru frábær leið til þess að hafa skipulagið í lagi þegar þú ert með mjög marga flipa opna.
Þegar búið er að setja flipa saman í bunka standa þér allir vegir færir; þú getur gefið bunkanum nafn, flísalagt skjáinn með flipum eða lagt þá í dvala. Gerðu bara það sér sýnist!

Lóðréttir flipar
Settu flipastikuna til hægri eða vinstri og njóttu. Ef þú hefur flipana þína lóðrétta geturðu auðveldlega séð nöfn þeirra, burtséð frá því hvað margir eru opnir.

Flísaleggðu með flipum til þess að geta skoðaða marga flipa samtímis á skjánum
Nú er óþarfi að hoppa á milli flipa. Ef þú flísaleggur með flipum getur þú skoðað marga flipa í einu. Svo geturðu haldið áfram að leita um leið og þú bloggar og jafnvel fylgst með mörgum hlaðvörpum samtímis. Kíldu á það og flísaleggðu með flipunum þínum.

Hvað öðrum finnst um flipa í Vivaldi

Using @vivaldibrowser, you can display both the mobile and medium sized version of your web page on the same tab. This is great to check your website responsiveness!

@vivaldibrowser just saw the option "Stack tabs by host" and it just made my day!

The recent tab upgrades - double layer stacking plus renaming - is killer! The UX the whole way is so good. Keep up the good work!!

I'm REALLY digging @vivaldibrowser. Mouse gestures are very very cool. Also being able to put tabs on the side. It's super customisable

I use @vivaldibrowser which has tab search already built in. It also lets you put the tab well vertically with a scrollbar, which means you can always read tab titles and icons. This, in addition to automatic tab hibernation, makes the number of open tabs a non-issue.

Tom, if you're in the mood I recommend using @vivaldibrowser. If you keep multiple tabs you can group them and name the group. You can mute all but the active tab through configuration or keyboard shortcuts.

Flipar sem tré
Ertu til í ævintýri? Slepptu því alveg að hafa flipastiku og notaðu gluggaspjald til þess að sýsla með flipa og hafðu sem tré á hliðarspjaldinu.

Harmóníkuflipar
Harmóníkuflipar gera þér kleift að stækka og minnka flipabunka með einum smelli. Þetta er frábær leið til þess að sýna og fela upplýsingar á augabragði, sérstaklega þegar plássið er lítið.

Leitaðu í opnum flipum
Það á ekki að vera eins og að leita að nál í heystakki að leita að flipa. Leitaðu í opnu flipunum með því að nota flýtiskipanir, þá ertu sneggri.

Skrunflipar
Með skrunflipum getur þú skrunað lárétt í gegnum tveggja línu flipabunka, þannig getur þú haft fleiri flipa opna án þess að þeir skreppi saman. Hoppaðu á milli með því að skruna með músinni eða með því að nota örvarnar til hliðar við flipana.

Festir flipar
Festir flipar bjóða upp á þann möguleika að hafa mikið notaða flipa og flipabunka opna og aðgengilega á sama stað, alltaf.

Leggðu flipa í dvala
Það getur verið til trafala og valdið sálarkvölum að hafa mörghundruð flipa opna samtímis. Leggðu flipa í dvala til þess að létta á álgainu - svæfðu einfaldlega flipana þína þar til þú þarft á þeim að halda.

Regluleg endurhleðsla
Notaðu reglulega endurhleðsla til þess að endurhlaða flipa, þannig að þú sért ávallt að skoða nýjustu útgáfu af síðu eða þá að innskráning þín helst á meðan þú t.d. ert að vinna í öðru. Niðurtalning mun birtast á flipanum undir tákni og titli.

Vistaðu flipa til þess að nota síðar
Með vistuðum setum getur þú á augabragði opnað valda flipabunka. Búðu til vinnuumhverfi fyrir ólík verkefni og hafðu flipana (og uppsetningu þeirra) klára þegar þú þarft á þeim að halda.

Einföld flipafletting
Það er óþarfi að stara á flipastikuna í leit að rétta flipanum. Notaðu Flipaflettingar til að skipta á milli flipa með flýtilyklum eða með músarhjólinu.

Hætta við lokun flipa
Þarftu að opna aftur flipa sem þú varst að loka? Smelltu þá bara á "lokaðir flipar" hnappinn með flipa-ruslafötu-tákninu, þá birtist listi yfir nýlega lokaða flipa og glugga í síðustu setu; smelltu svo á þann sem þú vilt opna aftur.

Hljóðstýring
Óvænt hljóðspilun getur verið truflandi. Stöðvaðu sjálfvirka spilun á myndböndun með betri stýringu á því hvaða flipar geta spilað hljóðskrár, og hvenær, með því að nota flipaþöggun.