Loksins, ókeypis, ofursterkur valkostur við Superhuman
Vivaldi póstur er stjórnstöð fyrir allan póstinn þinn - af mismunandi póstþjónum, póstlistum og straumum.
Hann er ókeypis og í boði fyrir Windows, macOS og Linux.
Láttu póstkerfið þitt vinna eins og hentar þér
Á meðan flest póstkerfi og þjónustur eru sett upp með ákveðið vinnulag í huga - býður Vivaldi pósturinn þér að stjórna því sjálf/ur hvernig póstkerfið lítur út og virkar.
Skipuleggðu alla reikningana þína
Nú hefur þú aðgang að öllum þínum póstreikninum í einu og sama innhólfinu og þar með áttu fríar klukkustundirnar sem þú eyddir áður í að flokka skeyti. Nú afgreiðir þú skeyti hraðar og getur einbeitt þér að mikilvægari verkefnum.
Prófaðu sýnileikarofana
Með sýnileikahnöppum á Innhólfinu losnar þú við kraðakið af skeytum sem annars væri þar. Þú getur valið hvort þú vilt sjá lesin skeyti eða bara ólesin, hvort þú vilt sjá skeyti send á póstlista, skeyti úr sérsniðnum möppum, straumum, ruslpósti eða rusli. Þar með færðu betri yfirsýn.
Skautaðu í gegnum innhólfið þitt
Fagnaðu því að vinna hraðar með tölvuskeyti með sérsníðanlegum flýtilyklum! Vivaldi póstur býður upp á 16 breytanlega músa- og lyklaborðsflýtilykla sem nota má til þess að skrifa ný skeyti, svara skeytum o.fl.
Leitaðu í öllum innhólfunum í einu
Öflugur gagnagrunnur Vivaldi póstsins gerir þér kleift að leita á augbraði í völdum viðmótum eða öllum skeytum - líka þegar þú ert ótengd/ur. Þar með ertu fljótari að finna t.d. ferðaupplýsingar eða nánari upplýsingar um fundi.
Vivaldi m.v. Superhuman | ||
---|---|---|
Gerir þér kleift að vinna með marga reikninga í einu og sama innhólfinu | ||
Sjálfvirk greining tengiliða | ||
Innbyggt dagatal | ||
Innbyggður lesari fyrir strauma | ||
Sérsníðanlegir lyklaborðsflýtilyklar | ||
Sérsniðnar músabendingar | ||
Leitir má vista sem nýja síu | ||
Sjálfvirk póstlistagreining og síun | ||
Innbyggt í vafrann |
Okkar aðferð við að koma skipulagi á póstinn þinn
- Kynntu þér hvað það er sem gerir viðmótið á Vivaldi póstinum svona sérstakt
- Sjáðu hvað það er auðvelt að koma skipulagi á hlutina
- Kíktu bak við tjöldin á hverjum og einum eiginleika
Hugsaðu út fyrir möppuna
Tíminn er dýrmætur. Af hverju að eyða tíma í að róta í gegnum möppur? Búðu heldur til viðmót sem sýna þér mikilvægustu skeytin þín.
Óséð og ólesið
Það eru tveir teljarar við hliðina á möppunum í Vivaldi póstkerfinu. Glæný skeyti sem þú hefur ekki séð ennþá, kallast óséð. Skeyti sem þú hefur séð en ekki gert neitt með eru ólesin.
Öflug friðhelgisstefna
Vivaldi póstur safnar ekki upplýsingum um hvað þú gerir á netinu og við reynum að hindra aðra í því að rekja ferðir þínar.
Að skipta úr Superhuman yfir í Vivaldi er allt í senn; fljótlegt, auðvelt og skemmtilegt.
Þarftu fleiri rök til þess að skipta yfir í Vivaldi póst?
Hér eru nokkrar fleiri ástæður fyrir því af hverju Vivaldi póstur er besta póstkerfið fyrir ofurnotendur eins og þig.
Innbyggt dagatal
Sendu og taktu á móti boðum á viðburði á einfaldan hátt með Vivaldi dagatalinu.
Innbyggður lesari fyrir strauma
Nýir straumar frá Vivaldi lesara fyrir strauma birtast eins og hver önnur skeyti í póstglugganum.
Vafraávinningur
Póstforrit Vivaldi er byggt á samta trausta grunni og uppáhalds vafrinn þinn. Sameinaðu þúsundir skeyta í eitt samtvinnað innhólf.
Gagnagrunnurinn
Öll skeyti, merki, síur og leitir eru geymd á þínum disk í Vivaldi vafranum. Skeyti frá öllum þínum reikningum eru lykluð svo það er hægt að leita án nets.
Vistaðar leitir
Það má vista leitir sem síur. Alveg óþarfi að finna upp hjólið í hvert sinn.
Stuðningur við marga reikninga
Með stuðningi við IMAP og POP3, getur þú bætt við næstum hvaða póstþjónustuaðila sem er.
Treyst af milljónum notenda
Að hafa enga utanaðkomandi fjárfesta gefur okkur frelsi til þess að hlusta á notendurna okkar og byggja með þeim vafra sem við eigum öll skilið.