Hvernig er Vivaldi póstur miðað við önnur póstkerfi?
Ólíkt öðrum póstkerfum leyfir Vivaldi pósturinn þér að stjórna því hvernig póstkerfið þitt lítur út og hvernig það virkar.
Okkar aðferð við að koma skipulagi á póstinn þinn
- Kynntu þér hvað það er sem gerir viðmótið á Vivaldi póstinum svona sérstakt
- Sjáðu hvað það er auðvelt að koma skipulagi á hlutina
- Kíktu bak við tjöldin á hverjum og einum eiginleika
Smíðað fyrir risastóra póstreikninga
Hugvitsamlegt viðmótið í Vivaldi póstinum, gerir þér kleift að spara tíma, skerpa fókusinn og glíma við gríðarlegt magn skeyta - burtséð frá því hvað þú ert með marga reikninga.
Skipuleggðu alla reikningana þína
Í Vivaldi pósti getur þú unnið með öll skeytin þín í sama flipa. Þar sem póstkerfið hleður skeytunum niður í tölvuna þína, hefur þú aðgang að öllum tölvupóstreikningunum þínum í einu, sameinuðu innhólfi - líka þegar þú ert ótengd/ur.
Prófaðu sýnileikarofana
Þegar þú ert að fylgjast með risastórum tölvupóstreikningum er gott að minnka óþarfa truflanir. Með einum smelli getur þú valið að fela eða sýna lesin skeyti, sem og skeyti sem tilheyra póstlistum, sérsniðnum möppum, straumum, ruslpósti og eyddum skeytum.
Skautaðu í gegnum innhólfið þitt
Í Vivaldi pósti, getur þú notað sérsniðna lyklaborðs- og músa-flýtilykla. Það er fljótlegasta leiðin til þess að rata um innhólfið og skanna öll skeytin þín á augabrgði.
Leitaðu í öllum skeytunum þínum
Leitaðu í öllum skeytagagnagrunninum þínum með einungis nokkrum ásláttum, og finndu fljótt og örugglega það sem þú leitar að.