Öflugt póstforrit, smíðað fyrir risavaxin innhólf
Vivaldi póstur leysir vandamálin sem hlaðast upp þegar maður er með marga póstreikninga og helling af skeytum. Njóttu þess að fara í gegnum alla póstreikningana þína í einu og sama innhólfinu.
Hann er ókeypis og í boði fyrir Windows, macOS og Linux.

Allir reikningar á einum stað
Með stuðningi við IMAP og POP3, getur þú bætt við næstum hvaða póstþjónustuaðila sem er.







Vistaðar leitir
Það má vista leitir sem síur. Alveg óþarfi að finna upp hjólið í hvert sinn.
Setja í bið
Settu skeyti í bið í úthólfinu þínu og sendu mörg skeyti í einu þegar það hentar þér.
Sýsla með viðburði
Sendu og taktu á móti boðum á viðburði á einfaldan hátt með uppáhalds hjálparhellu póstkerfisins, Vivaldi dagatalinu.
Notaðu möguleika innhólfsins til fulls
Berðu Vivaldi póstinn saman viðönnur vinsæl póstkerfi og sjáðu muninn sjálf/ur.
Hugsaðu út fyrir möppuna
Eitt skeyti getur birst í mörgum möppum. Ekki eyða tíma í að róta eftir þeim í haug af möppum. Notaðu tímann í að búa til möppur sem sýna þér skeytin sem skipta máli.

Eiginleikar sem vinna saman
Innbyggð tól gera þér kleift að stjórna öllum þínum gögnum og þínu verkflæði. Skoðaðu þetta og allt hitt sem við höfum byggt inn í vafrann til þess að þú afkastir meiru.
Treyst af milljónum notenda
Að hafa enga utanaðkomandi fjárfesta gefur okkur frelsi til þess að hlusta á notendurna okkar og byggja með þeim vafra sem við eigum öll skilið.