Um okkur
Við erum sjálfstætt vafrafyrirtæki með aðsetur í Noregi og á Íslandi. Við teljum vefinn vera til þess gerðan að kanna hann og vafur geti hjálpað þér að uppötva, elta hugmyndir og taka þínar eigin ákvarðanir. Hann ætti að vera þér innblástur.

Markmið okkar
Við erum að smíða vafra sem er öflugur, persónulegur og prívat og aðlagar sig að þínum þörfum.
Vafrinn þinn er líklega það forrit sem þú notar mest. Við segjum „líklega“ vegna þess að við erum ekki viss; ólíkt flestum vöfrum njósnum við ekki um notendur okkar. Þrátt fyrir allt er vafrinn þinn meira en bara forrit. Þar skipuleggur þú, lærir, tengist og skapar. Vafrinn er grunnurinn til að kanna hið mikla, víðfeðma net. Hann hjálpar þér að afkasta meiru og endurspeglar hvernig þú vinnur, án málamiðlana.
Vivaldi er hlaðinn innbyggðum tólum sem hjálpa þér að kanna veraldarvefinn. Aðrir vafrar þurfa að nota viðbætur til að standast samanburð. Ólíkt öðrum vöfrum erum við ekki með gervigreindar-aðstoðarmann sem vafrar fyrir þig og ákveður hvað þú sérð eða sérð ekki.
Við veljum manneskjur fram yfir skrum og viljum ekki eyðilggja ánægjuna sem felst í því að vafra. Því án eigin rannsóknarvinnu verður vefurinn ekki eins áhugaverður. Forvitnin missir súrefni og fjölbreytileiki vefsins deyr út.
Við smíðuðum Vivaldi því við elskum vefinn.
Þar sem við erum
Við erum staðsett í Noregi og á Íslandi, þar sem reglur um persónuvernd eru strangar – þannig að gögnin þín eru fjarri óseðjandi löngun tæknirisanna í persónuupplýsingar þínar til að selja til auglýsenda. Í heildina erum við af 25 þjóðernum sem starfa í sjö löndum.

Viðskiptamódel
Við höfum enga utanaðkomandi fjárfesta sem vilja láta okkur gera vafasama hluti í óþreytandi leit sinni að sífellt meiri hagnaði. Við hvorki rekjum ferðir þínar né búum til prófíla um þig. Við söfnum ekki gögnum. Við hlustum bara á notendahópinn okkar sem telur 3.5 milljónir (og stöðugt bætist við!), sem hjálpa okkur að þróa vafrann.
Þó að við séum ekki í þessu til að „verða næsta tæknisamsteypa“, þurfum við að sjá okkur farborða og borga reikningana svo við getum haldið áfram að gera það sem við gerum – á siðferðilegan hátt.
Hvaðan koma þá tekjurnar okkar?
- Samningar við samstarfsaðila um leitarvélar
- Samningar við samstarfsaðila um bókamerki
- Samningar við samstarfsaðila gegnum Direct Match
- Framlög
Frjáls framlög fyrir betri vef
Við erum til fyrir þig og vegna þín; og þú getur hjálpað okkur að vaxa. Þitt framlag styður baráttuna um betri veraldarvef og eflir Vivaldi í að verða öflugri, persónulegri og meira prívat.
Hver einasta króna skiptir máli í baráttunni gegn tæknirisunum og fyrir betri veraldarvef.
Styrktu okkur með fjárframlagi