Sagan okkar

Þess vegna lögðum við af stað í þetta ævintýri.

Jón S. von Tetzchner

Vafri fyrir vini okkar

Árið 1994 fóru tveir forritarar að vinna að því að smíða nýjan vafra. Hugmyndin var að búa til hraðvirkan vafra sem mætti nota á einföldum vélbúnaði. Í öllu ferlinu var það haft að leiðarljósi að notendur eru einstaklingar með ólíkar þarfir og mismunandi kröfur. Þannig varð Opera til.

Hugbúnaðurinn okkar vakti athygli, það fjölgaði í hópnum og við byggðum upp samfélag. Við lögðum áherslu á að halda nánum tengslum við notendur. Við héldum stöðugt áfram að þróa hugbúnaðinn. Þróunarvinnan byggðist fyrst og fremst á endurgjöf fá notendum og okkar eigin hugmyndum um framúrskarandi vafra. Við lögðum áherslu á nýsköpun í allri okkar vinnu og settum markið hátt.

Yfir til ársins 2015. Vafrinn sem við elskuðum er orðinn allt annar. Því miður þá er hann ekki lengur að þjóna því samfélagi notenda sem lagði sitt af mörkum við að búa hann til í upphafi.

Niðurstaðan varð því sú að við ákváðum að smíða nýjan vafra. Vafra fyrir okkur og vini okkar. Við vildum smíða hraðvirkan vafra en jafnframt vafra með margvíslegum eiginleikum og stillingum þannig að hver og einn notandi gæti aðlagað hann að sínum þörfum.

Þannig varð Vivaldi til.

—Jon