Taktu þátt!
Vivaldi er lítið fyrirtæki í eigu starfsmanna. Engir utanaðkomandi fjárfestar koma að félaginu. Þannig viljum við hafa það til þess að tryggja að Vivaldi haldi sér á beinu brautinni.
Þú getur hjálpað okkur að vaxa.
Segðu öðrum frá okkur
Skrifaðu um Vivaldi á samfélagsmiðlum og skildu eftir umsögn á Google Play. Láttu orðið berast og bjóddu vinum þínum, fjölskyldu og samstarfsfélögum að nota Vivaldi.
Nota sjálfgefnar leitarvélar
Við öflum tekna með því að gera samstarfssamninga við leitarvélar og um bókamerki sem fylgja með Vivaldi (nema Google).
Taktu þátt í Vivaldi samfélaginu!
Vertu með í Vivaldi samfélaginu og miðlaðu þekkingu þinni á Vivaldi með fróðleiksfúsum notendum. Búðu til þemu og deildu þeim með öðrum.
Prófaðu nýjustu útgáfurnar
Hjálpaðu okkur að prófa vafrann með því að nota prófunarútgáfu af Vivaldi.
Deildu umsögninni þinni í útgáfupóstunum og með því að tilkynna villur.
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Vertu með í frábærum hópi sjálfboðaliða! Það eru margar leiðir í boði, allt eftir því hvað þú hefur mikinn tíma aflögu og hvert áhugasvið þitt er. Kynntu þér málið hérna.
Styrktu okkur með fjárframlagi
Við erum oft spurð hvort við tökum á móti styrktarframlögum frá einkaaðilum. Það var aldrei markmið okkar í upphafi, en við bjóðum gjarnan upp á valmöguleika.
Takk fyrir stuðninginn!
Gefðu núna


