C++ forritari

Staðsetning: Osló eða Reykjavík

Við búum til vafra. Það er það sem við gerum og við gerum það vel. Við smíðuðum Opera vafrann og núna erum við að smíða Vivaldi. Hver er uppskriftin að velgengninni? Að mynda öflugt notendasamfélag sem hjálpar okkur að gera vafrann enn betri. Við erum að leita að nýjum liðsfélaga sem er til í einhenda sér í að smíða með okkur vafra.

Við erum að leita að C/C++ forritara með 3 ára reynslu eða meira. Aðal verksvið þitt verður að hanna, þróa og viðhalda grunnkerfi Vivaldi vafrans sem byggir á Chromium verkefninu.

Frekari lýsingu má finna hér að neðan. Ef þér finnst gaman að vinna að flóknum lausnum með metnaðarfullu teymi, þá er um að gera að hafa samband.

Kröfur:

 • B.Sc. eða M.Sc. í tölvunarfræði eða álíka reynsla.
 • Þriggja ára starfsreynsla áskilin.
 • Mjög góð kunnátta í C++
 • Þekking á Chromium eða mikill áhugi á að kynna sér það.
 • Reynsla í að vinna með þróunartól fyrir Windows, Linux, macOS eða Android.

Þú:

 • hefur brennandi áhuga tækni og umhugað um upplifun notenda.
 • ert vandvirk/ur og leggur áherslu á að skrifa kóða sem er prófanlegur og auðvelt að viðhalda.
 • skorast ekki undan nýjum áskorunum og getur brotið stór vandamál upp í smærri verkefni sem þú getur fylgt eftir.
 • ert metnaðarfull/ur, og hefur hæfni til þess að taka frumkvæði og hvetja aðra til dáða.
 • ert sveigjanleg/ur og fær um að vinna með dreifðu teymi.
 • finnst gaman að vinna í öru þróunarumhverfi með agile aðferðafræði.
 • Búsett/ur í Osló eða Reykjavík.

Starfshagir:

Þú færð að vera hluti af einu reyndasta teymi vafraiðnaðins og móta framtíð Vivaldi vafrans! Auk þess þarf vart að nefna að samstarfsfólkið er frábært.

Hljómar eins og draumastarfið? Sendu þá ferilskrá og kynningarbréf til [email protected]


Sjá öll opin störf