Notendaviðmót

Sveigjanleiki frá upphafi til enda

Veldu þinn stíl

Notaðu ofursveigjanlegu þemun til þess að klæða vafrann þinn í búning sem er algjörlega þinn. Settu upp tímalínu þannig að vafrinn þinn breytist eftir því sem dagurinn líður hjá.

Lærðu meira um þemu

Bættu hvaða síðu sem er á hliðarstikuna

Með vefspjöldum getur þú, á auðveldan hátt, fylgst með spjallþráðum, samfélagsmiðlum og fréttum. Settu upp eins mörg vefspjöld og þig lystir. Raðaðu þeim með því að draga þau til. Svo er líka hægt að setja upp flýtilykla til að opna ákveðin spjöld.

Lærðu meira um vefspjöld

Sveigjanlegt viðmót

Þú getur lagað Vivaldi að þér en einnig látið hann laga sig að þeim síðum sem þú sækir. Vivaldi getur látið ríkjandi litinn úr hverri vefsíðu fyrir sig hafa áhrif á áherslulit viðmótsins.

Hlaða niður Vivaldi

Taktu þér stöðu með tækjaslánni

Þú ræður hvar þú staðsetur veffangastikuna, bókamerkjaslánna og stöðustikuna. Komdu þeim fyrir efst eða neðst á skjánum og aðlagaðu stærð þeirra með aðdrætti (zoom). Þú getur líka falið þær.

Efnisinnihald skiptir mestu máli

Notaðu lesham til þess að einbeita þér að því sem skiptir máli - innihaldinu. Losnaðu við allan óþarfa á síðunum og njóttu þess aftur að lesa með letri sem hægt er að stækka og minnka og er í alls konar litum.

Lærðu meira um lesham

Tól innan handar

Verkefnaspjald Vivaldi geymir tól til hvers dags nota í hliðarslánni. Saga, niðurhöl, bókamerki, og minnisblöð eru aðgengileg í skiptum skjá ásamt megin glugganum.

Hlaða niður Vivaldi

Það er klikkað mikið af stillingum í Vivaldi.

Jake Swearingen

Jake SwearingenNew York Magazine