Mús og lyklaborð

Sveigjanleiki og afl í þínum höndum

Notaðu lyklaborðið eins og þér finnst best

Það er einfalt að sérsníða flýtilykla í Vivaldi og nota þá til þess að stjórna nær öllum aðgerðum í vafranum þínum.

Hlaða niður Vivaldi

Vafraðu með léttri úlnliðssveiflu

Vivaldi er með fullan stuðnig við músabendingar. Þú getur breytt sjálfgefnum bendingum, bætt við þínum eigin og jafnvel aðlagað næmni að því hvernig þú vafrar.

Lærðu meira um músabendingar

Skipanalína

Flýtiskipanir eru öflugar og altækar leitaraðferðir í nettu skipanalínuviðmóti. Notaðu þær til þess að leita á netinu, finna opinn flipa, skoða söguna þína eða jafnvel til þess að finna og gefa skipun.

Lærðu meira um flýtiskipanir

Vivaldi er fullbúin verkfærakista fyrir hvern þann sem vafrar um netið, fullt af græjum sem þig óraði líklega ekki fyrir að þú þyrftir á að halda. Þetta er vafri sem þú getur flutt þig í og sniðið að þínum þörfum.

Kevin Parish

Kevin ParishDigital Trends